Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Orri Freyr velur plötur ársins 2018

Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018.

Tónlist
Fréttamynd

Allir hefðbundnir í jólatónlist

Matthías Már Magnússon hefur valið jólalögin á spilunarlista Rásar 2 undanfarin ár. Hann segir að Íslendingar vilji heyra íslenska jólatónlist en það þurfi að spila lögin á réttum tíma og í réttu magni.

Jól
Fréttamynd

Sunna Ben velur plötur ársins 2018

Fjölmargar plötur komu út á árinu 2018 og slógu margar þeirra rækilega í gegn. Vísir mun á næstu dögum ræða við tónlistarspekinga og hafa þeir allir valið þrjá bestu innlendu plötur ársins og þrjár bestu erlendu plötur ársins 2018.

Tónlist
Fréttamynd

Truflaði tónleika í von um að heilla fyrrverandi eiginkonu sína

Rapparinn Offset, þriðjungur rappþríeykisins Migos, vakti mikla athygli um helgina með óhefðbundnu uppátæki sínu þar sem hann ruddist inn á svið á tónleikum hjá fyrrverandi eiginkonu hans, Cardi B, og grátbað hana um að taka hann í sátt. Parið tilkynnti um skilnað sinn fyrr í þessum mánuði eftir ítrekað framhjáhald rapparans.

Tónlist
Fréttamynd

Sónar kynnir til leiks fleiri listamenn

Sónar Reykjavík verður haldin í Reykjavík, dagana 25. - 27. apríl næstkomandi. Hátíðin verður á ný þriggja daga hátíð og býður upp á ýmsar nýjungar fyrir bæði auga og eyru eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum Sónar.

Tónlist
Fréttamynd

Kór­söngur kom honum gegnum eðlis­fræðina

Gísli Jóhann Grétarsson er er rísandi stjarna meðal íslenskra tónskálda. Lög eftir hann heyrast æ oftar. Hann samdi lag við dagbókarbrot Ólafíu Jóhannsdóttur og segir það hafa verið svolítið snúið verkefni.

Menning
Fréttamynd

Jólatónleikar Rubens og Clays

Jólatónleikar eru ekki séríslenskur siður. Þeir eru haldnir víða. Gömlu Idol-stjörnurnar Ruben Studdard og Clay Aiken, sem háðu eftirminnilegt einvígi árið 2003, sáu örlitla gróðavon og hentu upp jólasýningu fyrir fjölskylduna alla.

Lífið
Fréttamynd

Mozart helsta fyrirmyndin

Eva Rún Snorradóttir er hluti af leikhópnum 16 elskendur sem nú sýnir leikhúsupplifunina Leitin að tilgangi lífsins á Smáratorgi. Búningur hennar í sýningunni hentar bæði henni og persónunni sem hún bregður yfir sig.

Menning
Fréttamynd

Auður átti kvöldið

Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auð, byrjaði daginn á að fá verðlaun Kraums og frumsýndi svo myndbönd við fimm lög af verðlaunaplötunni sinni – sem gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig því að bilun í Bíó Paradís olli því að myndböndin voru spiluð á Húrra.

Tónlist
Fréttamynd

Emmsjé Gauti hannar strigaskó

Emmsjé Gauti hannaði Air Jordan skó sem hafa verið sérgerðir í anda nýjustu plötunnar hans, Fimm. Kaupréttur á skónum fer í happdrætti á vegum Húrra Reykjavík en aðeins 20 pör eru í boði.

Lífið
Fréttamynd

Lausn fyrir lélega föndrara

Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli úr Agent Fresco, trommarinn sem allir þekkja og elska, sýnir á sér leyndar hliðar í nýju myndbandi fyrir UNICEf.

Lífið
Fréttamynd

Skóli í jaðartónlist

Red Bull Academy er gríðarlega eftirsóknarverð enda getur hún komið þátttakendum á kortið svo um munar. Tónlistarmaðurinn Auður fór árið 2016 en Einar Stefánsson frá Red Bull vill fleiri inn.

Tónlist
Fréttamynd

Vill hafa áhrif á heiminn með tónlistinni

Eitt fremsta tónskáld Íslands, Ólafur Arnalds, hefur gefið út nýja plötu, re:member. Hann hefur farið sigurför um heiminn með tónlist sinni og meðal annars unnið til BAFTA-verðlauna. Hann segir að tónlistin færi fólk saman og myndi tengingar, óháð samtölum.

Tónlist
Fréttamynd

Heimildarmynd og nýtt lag

Unnið er að heimildarmynd um nýjustu söngstjörnu Þingeyinga, Guðnýju Maríu Arnþórsdóttur sem ber vinnuheitið Guðný hún María. Guðný skaust upp á stjörnuhimininn með páskalagi og því kemur lítið á óvart að hún sé með tvö jólalög í pokahorninu. Nýjasta lagið heitir Fýlupúkinn

Lífið
Fréttamynd

Nýr dómari í máli Jóhanns

Nýr dómari hefur verið skipaður yfir höfundarréttarmál Jóhanns Helgasonar í Los Angeles í stað Dolly M. Gee sem sagði sig frá málinu í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf í bað á aðfangadag

Þegar hillir undir lok 30. afmælisárs Stjórnarinnar er það dísæt rúsína í pylsuendanum að Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson syngi saman nýútkomið og eina jólalag sveitarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Kraumslistinn 2018 birtur

Nú hefur verið tilkynnt um tilnefningar til Kraumsverðlaunanna með birtingu Kraumslistans 2018 en þetta kemur fram í tilkynningu frá Kraumi.

Tónlist