Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ný plata frá Lanegan

Mark Lanegan, sá mikli snillingur og söngvari hljómsveitarinnar sálugu Screaming Trees, sendir frá sér plötu í febrúar undir nafni Mark Lanegan Band.

Harmageddon
Fréttamynd

Kynna tónlistina í vinsælum útvarpsþætti

"Við erum rosalega spenntar fyrir þessu,“ segir Alma, sem ásamt þeim Klöru og Steinunni myndar stúlknasveitina The Charlies. Á föstudaginn kemur út svokallað mixteip frá sveitinni sem aðdáendur geta hlaðið niður af netinu og fara stúlkurnar í mikla kynningarherferð vegna þessa í Los Angeles.

Tónlist
Fréttamynd

Samstarfið ber ávöxt

Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu samnefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna.

Harmageddon
Fréttamynd

Upp á yfirborðið

Gísli Pálmi er eitt heitasta nafnið í hipphoppinu um þessar mundir. Kappinn sendi frá sér lagið Set mig í gang í sumar. það vakti mikla athygli og hann hefur verið að senda frá sér lög á Youtube síðan. Gísli Pálmi kemur fram á Gauknum á laugardagskvöld.

Harmageddon
Fréttamynd

Mömmuvænt alþýðupopp í Þjóðleikhúskjallaranum

Tríóið 1860 tók til starfa fyrir réttu ári en hefur þegar látið frá sér sína fyrstu breiðskífu, sem kallast Sagan. Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotið popp sem fengið hefur góðar viðtökur hjá landanum. Útgáfutónleikar verða haldnir í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 22.

Tónlist
Fréttamynd

Forréttindi að búa til tónlist

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir vann hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í fyrsta sinn sem hún plokkaði gítarinn og opnaði munninn undir nafninu Lay Low. Síðan eru liðin fimm ár og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Lovísa h

Harmageddon
Fréttamynd

Bjó til plötu og börn

Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni.

Tónlist
Fréttamynd

Beckham hjálpaði til

Fótboltakappinn David Beckham er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í því að fá meðlimi rokksveitarinnar The Stone Roses, sem lagði upp laupana árið 1996, til að taka upp þráðinn á nýjan leik. Beckham hefur verið heitur aðdáandi sveitarinnar frá unga aldri.

Tónlist
Fréttamynd

IKI hlýtur dönsku tónlistarverðlaunin

Norræna spunasönghljómsveitin IKI hlaut um helgina dönsku tónlistarverðlaunin fyrir samnefnda plötu sína í flokki djazzraddtónlistar. Anna María Björnsdóttir er fulltrúi Íslands í sveitinni sem hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að hafa einungis verið starfandi í tvö ár.

Tónlist
Fréttamynd

Gefa nýja plötu Hjálma

Hjálmar sendu frá sér nýja plötuna Órar í vikunni. Ef þú hefur áhuga á að eignast plötuna án þess að borga krónu fyrir er heppnin með þér.

Tónlist
Fréttamynd

Tilnefnd til dönsku tónlistarverðlaunanna

"Þetta er ótrúlega skemmtilegt og mikil viðurkenning,“ segir Anna María Björnsdóttir, meðlimur norrænu spunahljómsveitarinnar IKI sem tilnefnd er til dönsku tónlistarverðlaunanna í flokki danskra djassraddlistamanna. Verðlaunin verða afhent í Kaupmannahöfn á laugardaginn við hátíðlega athöfn.

Tónlist
Fréttamynd

Hita upp fyrir veigamestu jazzveislu Íslendinga erlendis

Hljómsveit gítarleikarans Ómars Guðjónssonar heldur tónleika á Jazzklúbbnum Múlanum í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er að hita upp fyrir tónleika sveitarinnar á London Jazzfestival í næstu viku. Þar mun hljómsveitin koma fram ásamt þremur öðrum íslenskum böndum.

Tónlist
Fréttamynd

Coldplay var dáleidd

Coldplay-liðar, sem voru að gefa út nýja plötu, hafa viðurkennt að þeir hafi reynt að semja fyrir nýju plötuna í dáleiðslu. Þetta kom fram í spjalli BBC við bassaleikarann Guy Berryman. Platan, Mylo Xyloto, hefur fengið misjafnar viðtökur og fékk meðal annars eingöngu tvær stjörnur í Poppinu, fylgiriti Fréttablaðsins.

Tónlist
Fréttamynd

Fersk hljómsveit eftir átta ára hvíld

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Náttfara kemur út á morgun, en sveitin var endurvakin í fyrra eftir átta ára pásu. Trommari Náttfara segir að frelsun hafi verið fólgin í því að taka upp gömlu lögin á ný.

Tónlist
Fréttamynd

Sykur þróar stílinn á nýrri plötu

"Það var margt sem bjátaði á við gerð plötunnar,“ segir Halldór Eldjárn úr hljómsveitinni Sykri. Sykur hefur sent frá sér plötuna Mesópótamía, sem fylgir eftir frumburði sveitarinnar, Frábært eða frábært, sem kom út árið 2009.

Harmageddon
Fréttamynd

Tilraunir á nýrri plötu

"Þetta er langbesta platan,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson, best þekktur sem Kiddi í Hjálmum, um nýja plötu hljómsveitarinnar sem átti að koma út í dag en tafðist í framleiðslu og kemur út 1. nóvember. Platan heitir Órar og er sú fimmta í röðinni, ef frá eru taldar safn- og tónleikaplötur.

Harmageddon
Fréttamynd

Q-verðlaunin afhent

Breska tónlistartímaritið Q stendur fyrir verðlaunahátíð á hverju ári. Hátíðin fór fram á dögunum og Popp lét sig að sjálfsögðu ekki vanta.

Harmageddon
Fréttamynd

Setti ljóðabækurnar upp í Excel

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir , Lay Low, hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Brostinn streng, þar sem hún syngur eigin lög við ljóð íslenskra skáldkvenna. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Lovísu um gerð plötunnar, sem hún segir kraftmeiri en þær fyrri.

Tónlist
Fréttamynd

Austurrískur ásláttarleikari heillaði Björk

Austurríski ásláttarleikarinn Manu Delago hefur spilað með Björk á Biophilia-tónleikum hennar í Hörpu að undanförnu. Hljóðfærið sem hann er þekktastur fyrir nefnist Hang og er aðeins tíu ára gamalt.

Tónlist
Fréttamynd

Stóns á Gauknum laugardagskvöld

Rolling Stones heiðrunarsveit Íslands sem kalla sig Stóns halda heljarinnar tónleika til heiðurs stærstu og bestu rokkhljómsveit mannkynsögunnar að þeirra mati á Gauk á Stöng á morgun laugardag, 22.oktober...

Tónlist
Fréttamynd

John Grant vill vinna með GusGus

Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu.

Tónlist
Fréttamynd

Coldplay segir ástarsögu

Fimmta hljóðversplata Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út um næstu helgi. Textarnir snúast um tvær manneskjur í leit að ástinni. Enska hljómsveitin Coldplay gefur eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, Mylo Xyloto. Textarnir fjalla um raunirnar sem tvær manneskjur ganga í gegnum í leit að ástinni.

Tónlist