Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Pallborðið: Dramatíkin í Söngva­keppninni

Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 

Lífið
Fréttamynd

Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli

Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. 

Tónlist
Fréttamynd

Þessir listamenn koma fram á Hlustendaverðlaununum 2022

Næstkomandi laugardagskvöld, 19. mars, fara Hlustendaverðlaunin fram með pomp og prakt. Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni sem fer fram í Kolaportinu en rýmið mun skarta glænýju útliti þar sem öllu er tjaldað til. Hægt verður að fylgjast með hátíðinni í beinni útsendingu bæði á Stöð 2 og hér á Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Indí smellur um ástina og óttann

Tónlistarmaðurinn Elvar gaf í dag út lagið Heartbeat Away From Heartbreak. Lagið er kraftmikið indí popplag en textinn fjallar um óttann við að missa ástina og hamingjuna.

Albumm
Fréttamynd

Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið

Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu.

Tónlist
Fréttamynd

Héldu sjálfar með Reykja­víkur­dætrum

Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra.

Lífið
Fréttamynd

Engin bilun á sím­kerfum sem hafði á­hrif á úr­slitin

Úr­­slit Söngva­­keppni sjón­­varpsins í gær­­kvöldi komu mörgum á ó­­vart en þær Ey­þórs­­dætur lögðu Reykja­víkur­­dætur að velli í loka­ein­vígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að at­­kvæði hafi ekki skilað sér til Reykja­víkur­­dætra en for­svars­­menn keppninnar vísa því á bug.

Lífið
Fréttamynd

Reykja­víkur­dætur þakk­látar þrátt fyrir ó­sigur

Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar.

Lífið
Fréttamynd

Ben­sol er plötu­snúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist
Fréttamynd

Brautryðjandi með hljóði sínu

Alt-pop tónlistakonan OWZA (Ása Margrét Bjartmarz) var að gefa út sı́na fyrstu EP-plötu, Zzz. Með dökkum tónum, þungum bassa og áhrifum frá alt-poppi, r&b, ambience og trap, tekur ‘Zzz’ hlustandann ı́ ferðalag um að tı́na sjálfum sér, svefnlausar nætur og miskunnarlausa hegðun og á sama tı́ma býður hún þér ı́ annan heim fullan af mjúkum skýjum á fjólubláum himni.

Albumm
Fréttamynd

Býr til útópíska heima

María Guðjohnsen starfar sem þrívíddarhönnuður og listakona og er búsett í New York. Hún hefur unnið að ýmsum skapandi verkefnum undanfarið sem vakið hafa mikla athygli. Má þar meðal annars nefna grafíkina fyrir Söngvakeppnis atriði Reykjavíkurdætra í ár. Blaðamaður hafði samband við Maríu um listina, lífið og skapandi verkefni.

Menning
Fréttamynd

Ultraflex þvinga þig til að slappa af

„Slappaðu af,“ syngja Katrín Helga Andrésdóttir, eða Special K, og Kari Jahnsen, eða Farao, í skipunartón í nýju myndbandi. Gera hlustandanum ljóst að hann eigi að taka því rólega. Saman mynda þær íslensk-norska diskódúettinn Ultraflex, og nýta sér gjöfula uppskeru listlíkissögunnar sem innblástur fyrir bæði hljóð og mynd.

Tónlist
Fréttamynd

Sjálfsmynd, samskipti og óheppni í ástum

Hljómsveitin FLOTT hefur vakið töluverða athygli í íslensku tónlistarlífi undanfarið fyrir hnyttin popplög. Sveitina skipa fimm öflugar ungar konur sem vinna allt sitt tónlistarefni frá A-Ö og hljómsveitin skrifaði nýlega undir samning við Sony Music. FLOTT er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár.

Tónlist