Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Vonast til að styrkja tengslin milli Íslands og Færeyjar

Koyri heim er fyrsta lagið frá nýjustu plötu hinnar verðlaunuðu færeysku hljómsveit, Einangran. Hún samanstendur af Heiðrikur á Heygum og Leu Kampmann, sem eiga bæði sterkar rætur á Íslandi þar sem lagið var tekið upp með upptökustjóranum Janus Rasmussen (Kiasmos/Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris/Boncyan) í hljóðverinu þeirra í Reykjavík.

Albumm
Fréttamynd

Endurgerð af slagara Manu Chao á toppnum

Tónlistarþátturinn PartyZone hefur sett saman lista yfir 30 bestu danstónlistarlög febrúar. Á toppnum trónir endurgerð af þekktu lagi Manu Chao eftir Sofiu Kourtesis, plötusnúð frá Perú.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit“

Bear the Ant er nýtt tónlistar samstarf hjá þeim Birni Óla Harðarsyni og Davíð Antonssyni sem voru að gefa út lagið Higher Times. Davíð er þekktastur fyrir trommuleik sinn í hljómsveitinni Kaleo en þetta er frumraun Björns í tónlistinni. Félagarnir skrifuðu og framleiddu lagið saman en það varð til á myrkasta tíma ársins í miðju Covid og má heyra í því vonleysi í bland við von um betri tíma.

Tónlist
Fréttamynd

Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband

Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu.

Lífið
Fréttamynd

„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“

Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi.

Lífið
Fréttamynd

Með láns­gítar á ó­­þægi­­legum klapp­­stól

Í dag kemur út textamyndband við lagið Something með Rakel Sigurðardóttur, sem unnið er af listakonunni Erlu Daníelsdóttur. Lagið er þriðja smáskífan af komandi útgáfu hennar og verkefna tveggja annarra kvenna, Salóme Katrínar og ZAAR.

Tónlist
Fréttamynd

Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær

LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

Albumm
Fréttamynd

Júníus Meyvant og KK frumsýna nýtt lag og myndband

Júníus Meyvant og KK voru að gefa út lagið Skýjaglópur en lagið og textinn er samið af Júníusi og er hvoru tveggja mjög hugljúft. „Hvað myndi KK gera?“ og trúin var að hluta til innblásturinn á bakvið lagið sem þeir unnu svo saman.

Lífið
Fréttamynd

Hálfleikssýning Ofurskálarinnar vakti upp mikla nostalgíu

Ofurskálin fór fram um helgina og var það var stórskotaliðið Dr. Dre, Snoop Dogg, Eminem, Mary J. Blige og Kendrick Lamar sem sáu um skemmtiatriðið í hálfleik. Enginn annar en 50 cent mætti sem óvæntur gestur í atriðinu og Anderson .Paak birtist líka. 

Lífið
Fréttamynd

„Botnleðja hugsar sinn gang“

Botnleðja er ein helsta hljómsveit okkar Íslendinga en sveitin gerði allt vitlaust á tíunda áratugnum. Þéttari sveit er erfitt að finna en hana skipa Heiðar Heiðar Örn Kristjánsson, Ragnar Páll Steinsson og Haraldur Freyr Gíslason.

Albumm
Fréttamynd

Seabear gefur út nýtt lag og myndband

Hljómsveitin Seabear gefur í dag út lagið Parade af plötunni In Another Life sem kemur út 1. apríl á þessu ári. Lagið heitir Parade kemur út á öllum veitum ásamt myndbandi samhliða laginu.

Tónlist
Fréttamynd

Heimildaþáttaröð um Janet Jackson

Ný heimildarþáttaröð um goðsögnina Janet Jackson er komin inn á Stöð 2+. Janet þarf vart að kynna en hún er yngsti meðlimur Jackson fjölskyldunnar. Hún hefur heldur betur sett sitt mark á tónlistarsöguna og hefur unnið til fjölda verðlauna.

Lífið samstarf