Veður

Veður


Fréttamynd

„Ótrúlega mikið af skemmdum út um allt“

Gríðarlegar skemmdir eru á vegum víða um land eftir vatnavextina í gær. Staðan er verst á vesturhluta landsins en menn þar höfðu sjaldan séð annað eins. Tjón Vegagerðarinnar hleypur líklegast á tugum milljóna en hvað vegfarendur varðar fá þeir tjón ekki bætt ef varað hefur verið við skemmdum. Viðbúið er að viðgerðir taki nokkurn tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna

Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að skriðuspýjur fari á vegi

Veðurstofan varar við skriðuhættu á sunnan- og vestanverðu landinu samhliða mikilli úrkomu og leysingum. Skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki hættu á að skriður falli í byggð en að einhverjar spýjur gætu farið á vegi.

Innlent
Fréttamynd

Næsta lægð kemur strax í kvöld

Gular stormviðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og verða í gildi fram eftir degi á morgun. „Nú er bara næsta lægð á leiðinni,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­lýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum.

Innlent
Fréttamynd

Búið að af­lýsa nánast öllu flugi

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst. Mikil röskun er á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Búið er að aflýsa nánast öllum flugferðum á Keflavíkurflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Veður­vaktin: Sumar­húsið í Kjósinni mesta tjónið í dag

Veðurviðaranir eru í gildi á landinu öllu, annaðhvort gular eða appelsínugular. Mikið hvassviðri var á landinu og stóðu Björgunarsveitir í ströngu í allan dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar varð blessunarlega lítið tjón utan sumarhúss í Kjósinni sem gjöreyðilagðist í vindhviðunum.

Innlent
Fréttamynd

Víða frestað vegna veðurs

Lægðir ganga af miklum krafti yfir landið og hefur veðrið áhrif á nokkra af fyrirhuguðum íþróttaviðburðum helgarinnar.

Sport
Fréttamynd

Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum

Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vissu­stig Al­manna­varna vegna veðurs

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra lýst yfir óvissustigi Almannavarna á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna veðurs sem fram undan er.

Innlent
Fréttamynd

Út­lit fyrir skap­legt verður eftir há­degi en hvessir í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og að útlit sé fyrir skaplegasta veður á landinu um og eftir hádegi. Vindur verði ekki nema suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, þurrt um allt land og hiti um eða undir frostmarki.

Veður
Fréttamynd

Gildi TF-SIF seint metið til fulls

Ísland er harðbýlt og þjóðin hefur þurft að takast á við margþættar áskoranir tengdar náttúruvá. Slíkt umhverfi kallar á sterka innviði til þess að tryggja almannaöryggi og að efnahagsstarfsemi verði ekki fyrir skakkaföllum. Náttúruhamfarir, svo sem eldgos, ofanflóð og óveður, geta valdið miklu tjóni með litlum fyrirvara og reynt verulega á þanþol innviða.

Skoðun