Veður

Veður


Fréttamynd

Ekki ákjósanlegar horfur fyrir þá sem vilja jólasnjó en getur allt gerst

Neyðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna heimilislausra hefur verið virkjuð vegna fimbulkulda sem gert hefur vart við sig að undanförnu, en skárra veður er ekki í kortunum. Á morgun getur frostið farið niður í tuttugu stig inn til landsins segir veðurfræðingur. Spurður um hvít eða rauð jól segir hann stöðuna í veðurkerfinu ekki ákjósanlega fyrir þá sem vilja jólasnjó.

Innlent
Fréttamynd

Af­hendingar­öryggi heits vatns

Í yfirstandandi kuldakasti flagga Veitur viðvörun um hugsanlegan skort á heitu vatni og væntanlegri lokun sundlauga. Á undanförnum árum hafa Veitur og fleiri aðilar bent á að hitaveitur víða um land séu komnar að þolmörkum og að á höfuðborgarsvæðinu er spáð að hitaveitueftirspurn gæti tvöfaldast á næstu 40 árum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að huga að réttri orku­notkun í frostinu

„Við stöndum öll í þessum saman og hlúum að þessu,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður Veitna en frosthörkur á landinu undanfarna daga hafa haft áhrif á upphitun húsa. Hrefna segir ekki ástæðu til að fara sparlega með heita vatnið en mikilvægt sé að fólk fari vel yfir stillingar á heimilum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Skítakuldi í kortunum en sólin gleður

Það er óhætt að segja að kalt veður sé í kortunum hjá landsmönnum í flestum landshlutum nú þegar innan við tvær vikur eru til jóla. Sem betur fer ætlar sólin að kíkja reglulega í stuttar heimsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Allt að tíu stiga frost

Frost verður frá núll til tíu stigum í dag en sums staðar verður frostlaust við ströndina. Norðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og víða léttskýjað, en lítilsháttar él á Austurlandi. Víða verður léttskýjað í dag. 

Veður
Fréttamynd

Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan

Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Hvass­viðri á sunnan- og vestan­verðu landinu

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt í dag og skýjuðu með köflum en þurrt að mestu. Síðdegis verður svo suðaustan hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu, einkum undir Eyjafjöllum og á Snæfellsnesi.

Veður