Veður

Veður


Fréttamynd

Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu

Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.

Veður
Fréttamynd

Þokan á undan­haldi en gos­­móðan hangir á­fram yfir

Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Loft­steinn mældist á jarð­skjálfta­mælum

Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum.

Innlent
Fréttamynd

Þoka spillir blíðunni á höfuð­borgar­svæðinu

Mikið þoku­loft hangir nú yfir höfuð­borgar­svæðinu og kemur í veg fyrir að höfuð­borgar­búar geti notið blíð­viðrisins sem ríkir á vestur­hluta landsins. Veður­fræðingur hjá Veður­stofu Ís­lands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Veður
Fréttamynd

Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi

Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn streyma í hitann á Austurlandi

Hitinn gæti náð allt að 27 stigum í Fljótsdalshéraði á Austurlandi í dag. Hnúkaþeyrinn hefur leikið við þann landshluta og mun halda því áfram fram að helgi. Ferðamenn hafa þefað uppi veðrið og þyrpast nú þangað.

Innlent
Fréttamynd

Hiti að 27 stigum austan­lands

Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag.

Veður
Fréttamynd

Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar

Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

Erlent
Fréttamynd

Víða hæg­lætis­veður en þoka eða lág­skýjað framan af degi

Landsmenn mega reikna með hæglætisveðri víða um landið í dag, en þoku eða lágskýjuðu framan af degi og gæti jafnvel haldast út daginn við sjávarsíðuna. Inn til landsins léttir til þegar líður á daginn og verður fallegasta veðrið þar sem sólin nær að bræða skýin af landinu.

Veður
Fréttamynd

Hitamet fellur í Kanada

Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu.

Erlent
Fréttamynd

Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti

Þrátt fyrir mikið hvass­viðri og appel­sínu­gular og gular við­varanir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Lang­hlýjast verður austan­lands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag.

Veður
Fréttamynd

Appel­sínu­gul við­vörun á þremur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris á þremur svæðum. Áður voru gular viðvaranir í gildi á sömu svæðum, en áfram eru gular viðvaranir í gildi á þremur öðrum svæðum.

Veður
Fréttamynd

Bongó­blíða í kortunum um helgina

Það er sól í kortunum á svo til öllu landinu á laugardag, en veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við segir að ferðalangar sem hyggjast elta góða veðrið um næstkomandi helgi eigi mestan séns á því að detta í sólríkan lukkupottinn ef haldið er austur á land, þar sem hiti gæti farið yfir 20 gráður.

Innlent
Fréttamynd

Varasamir vindstrengir á Vesturlandi

Varað er við snörpum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á vesturhelmingi landsins í dag. Ekki er ferðaveður fyrir hjólhýsi eða húsbíla sem fjúka auðveldlega í hliðarvindi á þeim slóðum.

Innlent