Faðir og sonur munu stýra syni og bróður Alexander Jan Hrafnsson hefur samið við karlalið Breiðabliks í körfubolta til næstu tveggja ára. Þar mun hann heyra undir stjórn föður síns og bróður, Hrafns Kristjánssonar og Mikaels Mána Hrafnssonar. 29.6.2024 19:01
Evrópumeistararnir úr leik á EM og Sviss í átta liða úrslit Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu eru úr leik á Evrópumótinu eftir 2-0 tap gegn Sviss í sextán liða úrslitum. Sviss mætir annað hvort Englandi eða Slóvakíu í 8-liða úrslitum. 29.6.2024 18:00
Egill Sigurðsson Íslandsmeistari í tennis eftir bráðabana í úrslitaleik Spennan var mikil í úrslitaleiknum í karlaflokki á Íslandsmótinu í utanhúss tennis. Þar mættust Raj Kumar Bonifacius og Egill Sigurðsson en báðir keppa þeir undir merkjum Víkings. 29.6.2024 17:45
Belgar biðjast afsökunar á því að hafa hótað að sparka í Mbappé Myndband af Amadou Onana hóta því að sparka í sköflunginn á Kylian Mbappé hefur verið fjarlægt af samfélagsmiðlum belgíska knattspyrnusambandsins. Fjölmiðlafulltrúi sambandsins segir þetta hafa verið gert í gríni en baðst afsökunar engu að síður. 29.6.2024 17:01
Sjáðu Norðurálsmótið: HK-ingar hörkuðu af sér þegar hinir voru að tudda Nú má sjá nýjasta þáttinn af Sumarmótunum hér á Vísi en að þessu sinni var fjallað um Norðurálsmótið sem fór fram á Akranesi. 28.6.2024 15:47
Svona var blaðamannafundurinn fyrir síðustu leiki undankeppni EM Þorsteinn Halldórsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi þar sem landsliðshópur var kynntur fyrir tvo mikilvæga leiki gegn Þýskalandi og Póllandi í undankeppni EM 2025. 28.6.2024 13:00
Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. 28.6.2024 12:01
Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. 28.6.2024 10:30
„Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum“ „Gott að komast aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli,“ sagði Helgi Guðjónsson eftir 4-0 stórsigur Víkings gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Hann átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði tvö mörk. 27.6.2024 22:27
Uppgjör: Stjarnan - Víkingur 0-4 | Algjörir yfirburðir gestanna í Garðabæ Víkingur heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann 4-0 stórsigur. Heimamenn sáu einfaldlega aldrei til sólarinnar gegn ógnarsterkum gestunum. 27.6.2024 21:00