Körfubolti

Elvar leiddi liðið til sigurs

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elvar Már er mikilvægur hlekkur í liði Anwil Wloclawek.
Elvar Már er mikilvægur hlekkur í liði Anwil Wloclawek. Achilleas Chiras/NurPhoto via Getty Images

Elvar Már Friðriksson spilaði mest allra leikmanna og gaf flestar stoðsendingar í 99-93 sigri Anwil Wloclawek gegn Miasto Szkla Krosno í 11. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Elvar skoraði 16 stig, greip 3 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og stal 3 boltum á 33 mínútum.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Anwil fór langt með að tryggja sér sigurinn í öðrum og þriðja leikhluta, áhlaup gestanna í fjórða leikhluta dugði því ekki til.

Elvar hefur verið lykilleikmaður og helsti leikstjórnandi liðsins síðan hann samdi við pólska félagið í sumar.

Anwil situr í 6. sæti pólsku deildarinnar eftir 11 umferðir og hefur fagnað góðu gengi undanfarið, fjórir af sex sigrum liðsins á tímabilinu hafa komið í síðustu fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×