Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Raf­magn tekið af Grinda­vík vegna eldingaveðurs

Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir eldingaveðri á Reykjanesi. Til að koma í veg fyrir tjón ef til eldingarveðurs kemur, var ákveðið að taka spennu af strengnum sem liggur yfir hraunið við Grindavík.

Að ó­breyttu þurfi ný­byggingar ekki að þola jarð­skjálfta

Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir mikilvæga þjóðarviðauka við byggingarreglugerð EES ekki enn hafa verið samda vegna skorts á fjárveitingum frá ríkinu. Nýendurskoðaðir evrópskir staðlar, sem þegar eru byrjaðir að taka gildi ytra, taki ekki gildi hérlendis þar sem vantar að aðlaga þá íslenskum aðstæðum.

Björg­vin Páll eyðir ó­vissunni

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna.

Borin út á börum eftir kyn­líf en maðurinn sýknaður

Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann.

Vega­gerðin varar við flughálku

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi.

Þungur dómur Zuisma-bróður stendur

Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur.

Eina at­huga­semdin vegna of mikillar sótt­hreinsunar

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech. Eina athugasemdin var vegna þess að eftirlitsmaður sá starfsmann Alvotech sótthreinsa hanska sína of oft og nota þá ekki með hárréttum hætti.

Heimkaup hömstruðu ekki pokana heldur keyptu

Einhverjum neytendum brá þegar þeir fengu ávexti og grænmeti frá Heimkaupum afhent í bréfpokum, sem ætlaðir eru lífrænum úrgangi. Sumir töldu jafnvel að fyrirtækið hefði staðið í hamstri á pokunum, sem leiddi til þess að þeir voru fjarlægðir úr verslunum. Heimkaup kaupa pokana hins vegar dýrum dómi í nafni umhverfisverndar.

Sjá meira