Ekki talið náið samband og sleppur með skilorð Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2024 22:27 Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm yfir manninum á föstudag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi gegn konunni en dómurinn féllst ekki á að samband þeirra hefði verið náið. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp á föstudag og birtur í dag. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi, en til vara líkamsárásir fyrir að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu sambýliskonu sinnar. Hann hafi í febrúar árið 2023 ráðist að konunni og tekið hana hálstaki og ýtt henni til og frá. Eftir að konan beit hann í höndina til að losa hálstakið hafi maðurinn kýlt hana með krepptum hnefa í andlitið og tekið síðan í hana og kastað henni til og frá þannig að hún lenti á veggjum og gólfum. Af þessu hafi hún áverka á nefi, nefið verið bólgið og skakkt til vinstri og blætt hefði úr báðum nösum. Hún hafi hlotið bólgu hægra megin á efri og neðri vör og sár innanvert á vörinni. Hún hafi einnig fengið skafsár, það er rispur á hægri upphandlegg, utanvert við olnboga og skrámur á fótleggjum. Þá segir að maðurinn hafi mánuði síðar ráðist aftur á konuna og kýlt hana ítrekað með krepptum hnefa í höfuð og líkama og hrint henni til þannig að hún féll við með þeim afleiðingum að hún fékk sár á höfuð, langatöng hægri handar hafi farið úr lið og hún fengið fjölda marbletta á handleggi, bak og fótleggi. Játaði en kannaðist ekki við náið samband Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann hafi kveðið þeim konunni ítrekað hafa lent saman og átök brotist út. Hún hafi átt jafn mikla sök á því og hann í báðum tilvikum samkvæmt ákæru. Hann hafi kveðist eiga erfitt með skapstjórn og grípa fljótt til ofbeldis þegar hann missi stjórn á sér. Hann hafi átt við geðræna erfiðleika að stríða eftir að hann hafi hætt fíkniefnaneyslu, eftir þessa atburði. Hann sé í endurhæfingu í dag og gangi til sálfræðings, meðal annars til að öðlast stjórn á reiðivanda sínum. Þá hafi hann neitað því að hann hefði verið í nánu sambandi með konunni. Hafi sakað hana um framhjáhald og ætlað að ráðast á hundana Konan hafi fyrir dómi kveðið fyrri líkamsárásinu hafa byrjað með því að maðurinn hafi sakað hana um framhjáhald og sagst ætla að ráðast á hunda hennar. Hún hafi þá reynt að róa hann, en hann hafi orðið æstari. Henni hafi tekist að verja hundana, en maðurinn hafi gengið í skrokk á henni eins og lýst er í ákæru. Hvað varði síðari líkamsárásinu hafi hún sagst fyrir dómi hafa reynt að leggja atvik að baki sér og gleyma þeim. Hún hafi reynt að róa manninn niður og í leiðinni stöðvað hann frá því að yfirgefa húsið. Hann hefði oft gengið í skrokk á henni. Þau hafi ekki búið saman, en maðurinn hafi komið til hennar og dvalið hjá henni óreglulega.Hún hafi litið á hann sem maka sinn á þessum tíma og það hafi hann sagt. Hann hefði margsagt að hann ætlaði að flytja til hennar, en ekki staðið við það. Sambandið hafi verið stormasamt. Ákærði hafi verið í neyslu fíkniefna á þessum tíma og þau hafi bæði strítt við geðræna erfiðleika. Þá hafi hún sagt löngutöng hægri handar aldrei munu jafna sig eftir árásina. Ekki fallist á sambandið og refsiramminn fimm árum styttri Í kafla dómsins um heimfærslu til refsiákvæða segir að konan hafi afdráttarlaust skýrt frá því fyrir dómi að þau maðurinn hefðu ekki búið saman. Hann hefði heimsótt hana óreglulega og þau verið í sambandi um nokkurra ára skeið. Hún hefði samt sem áður litið á hann sem maka sinn á þeim grunni að hann hafi lýst því yfir að hann hygðist flytja til hennar, en það hafi ekki gengið eftir. Því þætti gegn andmælum mannsins ekki unnt að slá því föstu að þau hafi verið í nánu sambandi þegar atvik máls þessa áttu sér stað, í skilningi ákvæðist hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Við slíku broti liggur fangelsisrefsing allt að sex árum. Brot mannsins var þess í stað heimfært undir ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás. Við slíku broti liggur aðeins sex mánaða fangelsisrefsing, en fangelsi allt að einu ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. Í dóminum segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að maðurinn hefði ekki sakaferil að baki sem hefði þýðingu í málinu, hann hefði játað brot sín skýlaust og hann sætti nú virkri endurhæfingu. Á hinn bóginn hafi verið litið til þess að brot hans hafi verið fólskuleg. Refsing hans þætti því hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að liðnum tveimur árum, haldi hann almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 645 þúsund krónur og þrjátíu þúsund króna útlagðan ferðakostnað verjandans. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem kveðinn var upp á föstudag og birtur í dag. Þar segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi, en til vara líkamsárásir fyrir að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu sambýliskonu sinnar. Hann hafi í febrúar árið 2023 ráðist að konunni og tekið hana hálstaki og ýtt henni til og frá. Eftir að konan beit hann í höndina til að losa hálstakið hafi maðurinn kýlt hana með krepptum hnefa í andlitið og tekið síðan í hana og kastað henni til og frá þannig að hún lenti á veggjum og gólfum. Af þessu hafi hún áverka á nefi, nefið verið bólgið og skakkt til vinstri og blætt hefði úr báðum nösum. Hún hafi hlotið bólgu hægra megin á efri og neðri vör og sár innanvert á vörinni. Hún hafi einnig fengið skafsár, það er rispur á hægri upphandlegg, utanvert við olnboga og skrámur á fótleggjum. Þá segir að maðurinn hafi mánuði síðar ráðist aftur á konuna og kýlt hana ítrekað með krepptum hnefa í höfuð og líkama og hrint henni til þannig að hún féll við með þeim afleiðingum að hún fékk sár á höfuð, langatöng hægri handar hafi farið úr lið og hún fengið fjölda marbletta á handleggi, bak og fótleggi. Játaði en kannaðist ekki við náið samband Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað brot sín skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Hann hafi kveðið þeim konunni ítrekað hafa lent saman og átök brotist út. Hún hafi átt jafn mikla sök á því og hann í báðum tilvikum samkvæmt ákæru. Hann hafi kveðist eiga erfitt með skapstjórn og grípa fljótt til ofbeldis þegar hann missi stjórn á sér. Hann hafi átt við geðræna erfiðleika að stríða eftir að hann hafi hætt fíkniefnaneyslu, eftir þessa atburði. Hann sé í endurhæfingu í dag og gangi til sálfræðings, meðal annars til að öðlast stjórn á reiðivanda sínum. Þá hafi hann neitað því að hann hefði verið í nánu sambandi með konunni. Hafi sakað hana um framhjáhald og ætlað að ráðast á hundana Konan hafi fyrir dómi kveðið fyrri líkamsárásinu hafa byrjað með því að maðurinn hafi sakað hana um framhjáhald og sagst ætla að ráðast á hunda hennar. Hún hafi þá reynt að róa hann, en hann hafi orðið æstari. Henni hafi tekist að verja hundana, en maðurinn hafi gengið í skrokk á henni eins og lýst er í ákæru. Hvað varði síðari líkamsárásinu hafi hún sagst fyrir dómi hafa reynt að leggja atvik að baki sér og gleyma þeim. Hún hafi reynt að róa manninn niður og í leiðinni stöðvað hann frá því að yfirgefa húsið. Hann hefði oft gengið í skrokk á henni. Þau hafi ekki búið saman, en maðurinn hafi komið til hennar og dvalið hjá henni óreglulega.Hún hafi litið á hann sem maka sinn á þessum tíma og það hafi hann sagt. Hann hefði margsagt að hann ætlaði að flytja til hennar, en ekki staðið við það. Sambandið hafi verið stormasamt. Ákærði hafi verið í neyslu fíkniefna á þessum tíma og þau hafi bæði strítt við geðræna erfiðleika. Þá hafi hún sagt löngutöng hægri handar aldrei munu jafna sig eftir árásina. Ekki fallist á sambandið og refsiramminn fimm árum styttri Í kafla dómsins um heimfærslu til refsiákvæða segir að konan hafi afdráttarlaust skýrt frá því fyrir dómi að þau maðurinn hefðu ekki búið saman. Hann hefði heimsótt hana óreglulega og þau verið í sambandi um nokkurra ára skeið. Hún hefði samt sem áður litið á hann sem maka sinn á þeim grunni að hann hafi lýst því yfir að hann hygðist flytja til hennar, en það hafi ekki gengið eftir. Því þætti gegn andmælum mannsins ekki unnt að slá því föstu að þau hafi verið í nánu sambandi þegar atvik máls þessa áttu sér stað, í skilningi ákvæðist hegningarlaga um brot í nánu sambandi. Við slíku broti liggur fangelsisrefsing allt að sex árum. Brot mannsins var þess í stað heimfært undir ákvæði hegningarlaga um minniháttar líkamsárás. Við slíku broti liggur aðeins sex mánaða fangelsisrefsing, en fangelsi allt að einu ári, ef háttsemin er sérstaklega vítaverð. Í dóminum segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að maðurinn hefði ekki sakaferil að baki sem hefði þýðingu í málinu, hann hefði játað brot sín skýlaust og hann sætti nú virkri endurhæfingu. Á hinn bóginn hafi verið litið til þess að brot hans hafi verið fólskuleg. Refsing hans þætti því hæfilega ákveðin fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að liðnum tveimur árum, haldi hann almennt skilorð. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 645 þúsund krónur og þrjátíu þúsund króna útlagðan ferðakostnað verjandans.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira