„Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig“ Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 17:56 Magnús lætur gott heita hjá Símanum eftir tíu ár í starfi. Síminn Magnús Ragnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, segir góðan tímapunkt að hætta núna eftir tíu ár í starfi og gott að hætta á eigin forsendum. Þá segir hann engan hafa komið að máli við hann varðandi neitt framboð. Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“ Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Síminn tilkynntu um það í dag að Magnús hefði óskað eftir að láta af störfum hjá Símanum. Í samtali við Vísi segir hann að hann hafi einfaldlega ákveðið að láta gott heita. „Ég er akkúrat núna búinn að vera í tíu ár hjá Símanum í þessu rönni, ég var náttúrulega áður hjá Símanum 2004 til 2007. Þetta eru komin tíu ár núna og held að það sé ágætur tími og ég er búinn að ná öllum mínum persónulegu markmiðum. Nú er bara kominn tími til að hleypa einhverri ferskri hugsun að.“ Veit ekkert hvað tekur við Miðað við ákvörðun Magnúsar um að hætta í starfi núna lá beinast við því að spyrja hann að því hvort hann væri nokkuð að máta sig við embætti forseta, sem losnar í sumar. „Það hefur ekkert hvarflað að mér og mun ekki hvarfla að mér. Það hefur nákvæmlega enginn komið að máli við mig varðandi það embætti. Þannig að það er eins skýrt nei og það getur orðið,“ segir Magnús og skellihlær. Hann segir að hann verði Símanum innan handar val fram eftir ári að ganga frá nokkrum samningum og breytingaverkefnum. Svo muni hann byrja að líta í kringum sig með hækkandi sól. „Svo er mjög gott að fara út á eigin forsendum. Klopp og Guðni voru góðar fyrirmyndir í þessu,“ segir Magnús og vísar til óvæntra tilkynninga þeirra Jürgens Klopp og Guðna Th. Jóhannessonar um að þeir ætluðu að láta gott heita eftir tímabilið sem líður. Klopp er fráfarandi þjálfari enska stórliðsins Liverpool og Guðni er fráfarandi forseti Íslands. Aldrei að vita hvað gerist á fjölmiðlamarkaði Þá segir Magnús að hann muni fylgjast spenntur með því sem gerist á fjölmiðlamarkaði á næstu misserum, enda telji sviptingar í kortunum þar. „Ég tel þetta verði eins og flest ár, að það verði einhverjar miklar sviptingar þar.“
Vistaskipti Síminn Fjölmiðlar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira