Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þessu er ekki lokið“

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, er brattur fyrir leik liðsins gegn Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í Bratislava í kvöld. Ísland þarf sigur úr leiknum til að halda möguleikum sínum í riðlinum á EM sæti lifandi fyrir lokaumferðina. Jafntefli eða sigur Slóvakíu tryggir þeim EM sæti.

„Vonandi getum við skemmt partýið“

Jóhann Berg Guð­munds­son mun bera fyrir­liða­bandið er Ís­land heim­sækir Slóvakíu í undan­keppni EM í fót­bolta í Bratislava í kvöld. Ís­lenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partý­höld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafn­tefli eða sigri.

Hákon Arnar ekki með á æfingu degi fyrir leik

Mikil ó­vissa er uppi með þátt­töku miðju­mannsins öfluga, Hákons Arnars Haralds­sonar, í leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM í fót­bolta annað kvöld hér í Bratislava.

Upp­selt á leik Slóvakíu og Ís­lands

Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 

Til­finningarnar lagðar til hliðar er hann upp­lifði drauminn

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar.

Stórar fréttir fyrir Arnór bárust í upp­­hafi undir­búnings Ís­lands

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son hefur verið með lands­liðinu í undir­búningi liðsins í Vín fyrir síðustu tvo leiki sína í undan­keppni EM, úti­leiki gegn Slóvakíu og Portúgal. Arnór sneri aftur á gamlar slóðir í Vín en hann spilaði á sínum tíma með liði Rapid Wien þar í borg og í upphafi landsliðsverkefnisins bárust stórar fréttir úr herbúðum félagsliðs hans, IFK Norrköping.

Hrósa happi yfir á­huga­leysi Ís­lendinga

Búast má við því að upp­selt verði á leik Slóvakíu og Ís­lands í undan­keppni EM á Tehel­no polí leik­vanginum í Bratislava á fimmtu­daginn kemur. Jafn­tefli nægir heima­mönnum, sem verða studdir á­fram af um tuttugu þúsund stuðnings­mönnum, til að tryggja EM sætið.

Tíðinda að vænta af Aroni sem er klár í eins mikinn djöful­gang og Åge vill

Aron Einar Gunnars­son, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins í fót­bolta, segir ljóst að allt þurfi að ganga upp til að liðið tryggi sér beint sæti á EM að næstu tveimur leikjum liðsins loknum. Ís­land mætir Slóvakíu á fimmtu­daginn kemur í Bratislava og Aron, sem hefur ekkert spilað upp á síð­kastið, hefur verið að æfa stíft og styttist í að það dragi til tíðinda og að hann færi sig um set innan Katar.

Sjá meira