Milljarðamæringur stunginn til bana í San Francisco Bob Lee, stofnandi tækniforritsins Cash App, fannst stunginn til bana í Rincon Hill-hverfinu í San Francisco í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Á öryggismyndavélum má sjá hvernig ökumenn hunsuðu særðan Lee er hann óskaði eftir hjálp. 6.4.2023 07:41
Eftirlýstur reyndi að hlaupa frá lögreglu Ökumaður reyndi að flýja lögreglu á bifreið sinni í gærkvöldi en þegar það gekk ekki fór hann úr bílnum og reyndi að komast burt á hlaupum. Það tókst honum ekki og voru bæði hann og farþegi bifreiðarinnar handteknir grunaðir um að selja fíkniefni en töluvert magn þeirra fundust í fórum þeirra ásamt fjármunum sem taldir eru vera hagnaður af sölu. Þá reyndist ökumaðurinn einnig vera eftirlýstur. 6.4.2023 07:20
Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5.4.2023 13:47
Stefán Arnar sá sem fannst látinn í Reykjanesbæ Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur staðfest að Stefán Arnar Gunnarsson var sá sem fannst látinn í fjöruborðinu við Fitjabraut í Reykjanesbæ um helgina. Leitað hafði verið að Stefáni síðan 3. mars síðastliðinn. 5.4.2023 13:03
„Síðasta fréttin hefur verið birt Ekki er hægt að heimsækja vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, lengur. Reyni notendur að fara þar inn kemur texti þar sem stendur að síðasta frétt blaðsins hafi verið birt og fólki beint á vefi DV og Hringbrautar. 5.4.2023 11:46
Situr einn Íslendinga eftir á lista Forbes Björgólfur Thor Björgólfsson situr einn Íslendinga á árlegum lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Auðæfi hans eru metin á 340 milljarða íslenskra króna. Davíð Helgason var á listanum í fyrra en hann er nú fallinn af honum. 5.4.2023 10:35
Björg og Bogey til Brandenburg Hönnunar- og auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja starfsmenn, Björg Valgeirsdóttur og Bogeyju Ragnheiði Sigfúsdóttur. Báðar munu þær gegna stöðu viðskiptastjóra innan fyrirtækisins. Þær hafa báðar hafið störf. 5.4.2023 08:48
Sanna hættir sem formaður Sanna Marin, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands, hefur sagt af sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í landinu. Að öllum líkindum mun Petteri Orpo taka við sem forsætisráðherra landsins á næstu dögum. 5.4.2023 08:18
Kollhnís og Eldgos tilnefndar Bækurnar Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Eldgos eftir Rán Flygenring eru tilnefningar Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verðlaunin verða afhent í Osló í lok október. 5.4.2023 08:00
Hættur með unnustunni Rupert Murdoch er sagður vera hættur með unnustu sinni, Ann Lesley Smith, en þau trúlofuðu sig fyrir viku síðan. Ekkert verður því úr fimmta brúðkaupi hins 92 ára gamla fjölmiðlamóguls. 5.4.2023 07:28