Heitustu trendin í haust Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum. 4.9.2023 07:00
Patrik á toppnum Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína. 2.9.2023 17:01
„Líður langbest þegar ég klæðist bleiku“ Áhrifavaldurinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Sunneva Einarsdóttir hefur alltaf verið mikið fyrir tískuna og segist með árunum hafa orðið ófeimnari við að taka áhættur í klæðaburði. Sunneva Einars er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 2.9.2023 11:32
„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“ „Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni. 31.8.2023 11:31
„Lífið leiðir mann á þann veg sem maður þarf að ganga“ „Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart, halda alltaf áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali,“ segir leikkonan Eygló Hilmarsdóttir en hún fer með hlutverk í sýningunni Sund sem er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Eygló ræddi við blaðamann um marglaga samband sitt við sundið, sjokkið við að útskrifast úr LHÍ og óhefðbundnar leiðir í leiklistinni. 31.8.2023 07:00
„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“ „Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur. 29.8.2023 09:00
Ævarandi leit að réttu stemningunni „Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér. 26.8.2023 17:00
„Það kom aldrei til greina að ég færi að klæða mig eins og allir hinir“ Leiklistaneminn, lífskúnstnerinn og einn best klæddi Íslendingurinn árið 2022 Álfgrímur Aðalsteinsson hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali. Í grunnskóla var hann að eigin sögn lagður í hálfgert einelti fyrir einstakan stíl sinn en lét það ekki stoppa sig og segir mikilvægt að hafa pláss til að gera tilraunir og finna eigin stíl. Álfgrímur er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 26.8.2023 11:31
„Mikilvægt að myndlist geti líka verið ógeðsleg“ „Mér finnst gaman að kveikja á alls konar tilfinningum hjá áhorfendum. Mér finnst líka gaman að taka eitthvað sem mér finnst ógeðslegt eins og köngulær og ég reyni alltaf að gera þær girnilegri en þær eru í raun,“ segir myndlistarkonan Helena Margrét Jónsdóttir opnar einkasýningu í D sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í kvöld. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 24.8.2023 11:30
Lokaslagurinn við að taka aftur völdin eftir kynferðisofbeldi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Freedom eftir tónlistarkonuna Þórunni Sölku. Lagið fjallar um kynferðisofbeldi sem Þórunn Salka varð fyrir árið 2020 og í tónlistarmyndbandinu klæðist hún svipuðum fatnaði og kvöldið sem atvikið átti sér stað. 24.8.2023 07:01