Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil upp­­lifun að vera upp­­stríluð á tísku­viku með ljós­­myndara á eftir sér

Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“

„Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá.

Norah Jones deildi visku sinni með Laufeyju

„Ég hitti guð í dag,“ skrifaði tónlistarkonan Laufey við Instagram færslu hjá sér undir mynd af henni og tónlistargyðjunni Noruh Jones. Þær stöllur höfðu verið að spila á sömu tónlistarhátíð í Belgíu og áttu að sögn Laufeyjar góðar samræður eftir tónleikana.

Dua Lipa stal senunni á heims­frum­sýningu Bar­bie

Það má með sanni segja að Barbie sé þekkt fyrir glamúr og náði glamúrinn ákveðnu hámarki í gærkvöldi þegar heimsfrumsýningin á Barbie myndinni fór fram í viðburðahúsinu Shrine Auditorium & Expo Hall í Los Angeles. 

„Kol­brún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“

„Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“

Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

„Ég hef alltaf verið mjög góður drengur“

„Fólk misskilur mig alveg klárlega og þó það sé alltaf að gerast sjaldnar og sjaldnar þá gerist það enn. Mér fannst það ógeðslega erfitt, leiðinlegt og pirrandi en það hefur eiginlega engin áhrif á mig í dag. Maður venst því alveg, eins og flestu,“ segir rapparinn Birgir Hákon. Blaðamaður hitti hann í kaffi og ræddi við hann um lífið og tilveruna.

Ferðast um heiminn eins og al­vöru Bar­bie dúkka

Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins.

„Í dag máttu vera allt og ég vil fagna því“

„Mig langaði að finna persónulegri nálgun við það að velja fólk á ljósmyndasýningu og á sama tíma gefa fjölbreyttum hópi fólks tækifæri til þess að taka þátt,“ segir tískuljósmyndarinn Kári Sverrisson, sem opnar sýninguna The Art of Being Me, eða Listin að vera ég, í miðbænum á Menningarnótt. Blaðamaður tók púlsinn á Kára.

Fer óhrædd inn í framtíðina

„Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag.

Sjá meira