Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25.1.2020 14:14
Skaut foreldra sína til bana og fjóra aðra fjölskyldumeðlimi í þýskum smábæ Greint var frá því í gær að sex væru látin og einhverjir særðir eftir skotárás í bænum og að þýska lögreglan hafi handtekið einn vegna málsins. 25.1.2020 12:55
Flugmálayfirvöld segja Max mögulega geta tekið á loft fyrr en áætlað var Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-vélar sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. 25.1.2020 12:00
34 bandarískir hermenn hlutu heilaáverka eftir árás Írana Umrædd árás var gerð í hefndarskyni fyrir dráp Bandaríkjamanna á háttsetta íranska hershöfðingjanum Qasem Soleimani. 25.1.2020 10:01
Skúli og aðrir stjórnendur WOW krafðir um milljarðaskaðabætur Hópur skuldabréfaeiganda krefst þess að stjórn og forstjóri hins fallna WOW air bæti þeim það tjón sem hópurinn varð fyrir við gjaldþrot félagsins í mars á síðasta ári. 25.1.2020 09:21
Fannst það óraunverulegt þegar henni var óskað til hamingju hjá lækninum Hildur Guðnadóttir tónskáld segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún hafi varla verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlauna í dag. 13.1.2020 23:15
Seðlabankinn braut jafnréttislög við ráðningu upplýsingafulltrúa Seðlabankinn braut jafnréttislög þegar hann réð Stefán Rafn Sigurbjörnsson sem upplýsingafulltrúa bankans á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. 13.1.2020 22:07
Lægðin sem gengur yfir Ísland veldur usla í Bretlandi og hefur fengið nafnið Brendan Þúsundir heimila eru án rafmagns á Norður-Írlandi og vegum hefur víða verið lokað vegna illviðris sem gengur nú yfir stóran hluta Bretlands. 13.1.2020 20:30
Rýmdu hús á Ísafirði vegna snjóflóðahættu Búast má við því að snjóflóð falli í því veðri sem nú er á svæðinu og geta þau orðið nokkuð stór að sögn Veðurstofunnar. 13.1.2020 18:12
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13.1.2020 17:22