Telur ólíklegt að Boris Johnson fái Merkel til að skipta um skoðun Boris Johnson hefur heitið því að reyna að endursemja við ESB en einnig gefið út að Bretland muni yfirgefa Evrópusambandið þann 31. október næstkomandi, þó það þýði að Bretar fari út án samnings. 21.8.2019 11:00
Áframhaldandi lægð og gul viðvörun á Suðurlandi Veðurfræðingur greinir frá því að fleiri haustlegir dagar séu í nánd. 21.8.2019 09:00
Facebook hefur lokað síðunni sem dreifði nasistaáróðri til ungra karlmanna Samkvæmt upplýsingum frá Facebook var umrædd síða stofnuð síðasta laugardag og beindi nafnlaus stjórnandi hennar keyptum auglýsingum að karlmönnum á Íslandi á aldrinum 40 ára og yngri. Í einni auglýsinganna sást andlit Adolfs Hitler en í þeim öllum var rekinn áróður gegn fjölmenningu og fyrir "tilveru norrænna þjóða“. 19.8.2019 23:45
Gert ráð fyrir málþingi en engum formlegum fundum með Pence um varnarmál Áætlað er að Pence komi til landsins 4. september næstkomandi og verður heimsókn hans hluti af Evrópureisu varaforsetans. 19.8.2019 22:12
Segir fjarstæðukennt að halda því fram að höfðað verði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu Ekki verða haldnir fleiri fundir í utanríkismálanefnd um þriðja orkupakkann. 19.8.2019 21:30
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19.8.2019 19:33
Lögreglan varar við umferðartöfum í dag og á morgun vegna heimsókna Fjöldi þjóðarleiðtoga streyma nú til landsins í tilefni af sumarfundi leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun. 19.8.2019 18:48
Yfir níu þúsund gert að flýja áframhaldandi skógarelda á Kanaríeyjum Erfiðlega hefur reynst að ná stjórn á eldinum sem kviknaði seint á laugardag og hafa slökkviliðsmenn lýst honum sem "skrímsli“ sem mjög erfitt sé að eiga við. 19.8.2019 18:00
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2.8.2019 16:51
Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2.8.2019 15:28