Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Eiður Þór Árnason skrifar 18. september 2019 23:54 Frá blaðamannafundi varnarmálaráðuneytisins í dag. Vísir/AP Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásirnar. Er því haldið fram að meðal þess sem fundist hafi í brakinu væri vængur af írönskum dróna, og að gögn sem á þeim hafi fundist bendi til þess að um íranska dróna sé að ræða. Stjórnvöld í Íran hafa áður hafnað öllum ásökunum um þátttöku sína í árásunum. Árásirnar sem áttu sér stað um síðustu helgi drógu verulega úr olíuframleiðslu í Sádi-Arabíu og hefur leitt til hækkunar á olíuverði á mörkuðum. Árásin á Abqaiq olíuvinnslustöðina, sem er sögð vera sú stærsta í heimi, lamaði framleiðslu hennar og kynti undir spennu á svæðinu. Einnig var gerð árás á Khurais olíulindirnar. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim og Sádar sömuleiðis. Því hafa stjórnvöld í Teheran alfarið hafnað. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu halda því nú fram að sönnunargögn sanni þátttöku Írana. Col Turki al-Malki, talsmaður varnarmálaráðuneytis Sádi-Arabíu, sagði að að drónarnir átján og eldflaugarnar sjö sem notaðar voru í árásunum hafi komið úr átt sem útiloki að þær hafi átt uppruna sinn í Jemen líkt og Hútar hafi haldið fram. Yfirvöldum hefur þó ekki enn tekist að staðfesta að vopnunum hafi verið skotið frá Íran. Bandaríkin Bensín og olía Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásirnar. Er því haldið fram að meðal þess sem fundist hafi í brakinu væri vængur af írönskum dróna, og að gögn sem á þeim hafi fundist bendi til þess að um íranska dróna sé að ræða. Stjórnvöld í Íran hafa áður hafnað öllum ásökunum um þátttöku sína í árásunum. Árásirnar sem áttu sér stað um síðustu helgi drógu verulega úr olíuframleiðslu í Sádi-Arabíu og hefur leitt til hækkunar á olíuverði á mörkuðum. Árásin á Abqaiq olíuvinnslustöðina, sem er sögð vera sú stærsta í heimi, lamaði framleiðslu hennar og kynti undir spennu á svæðinu. Einnig var gerð árás á Khurais olíulindirnar. Hútar, sem eiga í stríði við bandalagsher undir forystu Sáda í Jemen, hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. Bandarísk stjórnvöld hafa aftur á móti sakað Írani um að standa að baki þeim og Sádar sömuleiðis. Því hafa stjórnvöld í Teheran alfarið hafnað. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu halda því nú fram að sönnunargögn sanni þátttöku Írana. Col Turki al-Malki, talsmaður varnarmálaráðuneytis Sádi-Arabíu, sagði að að drónarnir átján og eldflaugarnar sjö sem notaðar voru í árásunum hafi komið úr átt sem útiloki að þær hafi átt uppruna sinn í Jemen líkt og Hútar hafi haldið fram. Yfirvöldum hefur þó ekki enn tekist að staðfesta að vopnunum hafi verið skotið frá Íran.
Bandaríkin Bensín og olía Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Fullyrða að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran Bandarískir embættismenn segja að drónar og flugskeytin í loftárásunum á sádiarabískar olíulindir um helgina hafi komið frá sunnanverðu Íran. 17. september 2019 15:55
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Olíuverð hækkaði um fimmtán prósent í gær Ástæðan eru árásir sem gerðar voru á olíuvinnslustöð í Sádi-Arabíu á laugardag en við það minnkaði olíuframleiðsla heimsins um fimm prósent. 17. september 2019 08:02
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48