Allt að tíu manns vísað frá gistiskýlinu við Lindargötu Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. 26.9.2018 20:00
„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. 26.9.2018 19:30
Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. 25.9.2018 20:00
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25.9.2018 18:14
Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja farið versnandi Rekstrarumhverfi á heildsölumarkaði lyfja á Íslandi hefur farið versnandi undanfarin ár samkvæmt nýrri rannsókn. Fyrirtæki á lyfjamarkaði finna til ábyrgðar þegar sjúklingar fá ekki nauðsynleg lyf að sögn framkvæmdastjóra samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Átta ára drengur hefur ekki fengið nauðsynleg gigtarlyf vegna vandamáls sem kom upp hjá flutningsaðila. 24.9.2018 18:30
„Óheppilegt hefur formið verið“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni á Alþingi í dag með að innihald samgönguáætlunar hafi verið birt í fjölmiðlum, áður en drög voru kynnt þinginu. Samgönguráðherra segir óheppilegt að málið hafi komið fram með þessum hætti. 24.9.2018 18:15
Minnst fimm Íslendingar hafa sótt um dánaraðstoð Einn hefur fengið ósk sína uppfyllta. 21.9.2018 19:26
Meinað um ferðaþjónustu fatlaðra án skýringa Maður sem lamaðist í helmingi líkamans eftir að hafa fengið heilablóðfall hefur ekki rétt á því að nýta ferðaþjónustu fatlaðra. Eiginkona mannsins segist engin skýr svör hafa fengið við því hvers vegna manni hennar er synjað um þjónustuna. 20.9.2018 21:00
Verjandi segir ólíklegt að Thomas Møller Olsen passi í úlpu í stærð M Thomas Møller Olsen, sem hlaut í héraðsdómi 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot, mun að öllum líkindum mæta aftur í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti að beiðni verjanda hans. 20.9.2018 17:45
Ráðherra verði að sjá til þess að dómnum verði ekki áfrýjað Formaður samtaka heilbrigðisfyrirtækja fagnar dómi héraðsdóms um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að meina sérfræðilækni um aðild að rammasamningi. Niðurstaðan sé aftur á móti áfellisdómur yfir stjórnsýslunni. Hann kallar eftir samtali við yfirvöld um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi. 19.9.2018 20:30