Allt að tíu manns vísað frá gistiskýlinu við Lindargötu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 20:00 Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. Aðsóknin í gistiskýlið fer vaxandi með kólnandi veðri en þar er pláss fyrir 25 manns í senn og er fólk yfirleitt komið í röð fyrir utan síðdegis í von um að komast að. „Það hefur aukist undanfarnar vikur og því miður þá höfum við verið að vísa aðeins frá, fleirum núna en yfir sumarmánuðina. Þetta eru gjarnan kannski tveir þrír og það sem versta var upp í tíu sem við höfum þurft að vísa frá undanfarnar nætur,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu. Ungur maður sem fréttastofa ræddi við utan við gistiskýlið í dag kveðst hafa áhyggjur af vetrinum. Sjálfur hafi hann lent í því að komast ekki að og endaði á að sofa í tjaldi í Öskjuhlíð. „Það að sinna hópnum vel, með margvíslegum úrræðum, það mun náttúrlega bæta lífsgæði þeirra. Þó að við björgum ekki öllum en þá verða lífsgæði þeirra betri. Það dregur úr heilsufarslegum vandamálum þeirra sem að hefur bein áhrif inn í heilbrigðiskerfið, það dregur úr vanda þeirra gagnvart lögreglunni og fangelsum og öðru slíku og ekki síður bara samfélagsins, það verður minna áreiti og árekstrar gagnvart hópnum. Þannig að það er allt til að vinna að sinna málaflokknum,“ segir Þór. Til stendur að opna nýtt neyðarskýli á næstunni sem hugsað er fyrir þá sem eru í harðari fíkniefnaneyslu. „Þegar nýtt gistiskýli hefur verið opnað þá þurfum við bara að sjá hvernig þróunin verður hér, hversu mikið við getum dregið úr starfseminni hér akkúrat á þennan stað og breytt henni jafnvel í einhver önnur úrræði,“ segir Þór. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Vísa hefur þurft allt að tíu einstaklingum frá gistiskýlinu við Lindargötu undanfarna daga vegna plássleysis. Aðsóknin eykst þegar líða tekur á veturinn og forstöðumaður gistiskýlisins segir til mikils að vinna sé málaflokknum vel sinnt. Aðsóknin í gistiskýlið fer vaxandi með kólnandi veðri en þar er pláss fyrir 25 manns í senn og er fólk yfirleitt komið í röð fyrir utan síðdegis í von um að komast að. „Það hefur aukist undanfarnar vikur og því miður þá höfum við verið að vísa aðeins frá, fleirum núna en yfir sumarmánuðina. Þetta eru gjarnan kannski tveir þrír og það sem versta var upp í tíu sem við höfum þurft að vísa frá undanfarnar nætur,“ segir Þór Gíslason, forstöðumaður gistiskýlisins við Lindargötu. Ungur maður sem fréttastofa ræddi við utan við gistiskýlið í dag kveðst hafa áhyggjur af vetrinum. Sjálfur hafi hann lent í því að komast ekki að og endaði á að sofa í tjaldi í Öskjuhlíð. „Það að sinna hópnum vel, með margvíslegum úrræðum, það mun náttúrlega bæta lífsgæði þeirra. Þó að við björgum ekki öllum en þá verða lífsgæði þeirra betri. Það dregur úr heilsufarslegum vandamálum þeirra sem að hefur bein áhrif inn í heilbrigðiskerfið, það dregur úr vanda þeirra gagnvart lögreglunni og fangelsum og öðru slíku og ekki síður bara samfélagsins, það verður minna áreiti og árekstrar gagnvart hópnum. Þannig að það er allt til að vinna að sinna málaflokknum,“ segir Þór. Til stendur að opna nýtt neyðarskýli á næstunni sem hugsað er fyrir þá sem eru í harðari fíkniefnaneyslu. „Þegar nýtt gistiskýli hefur verið opnað þá þurfum við bara að sjá hvernig þróunin verður hér, hversu mikið við getum dregið úr starfseminni hér akkúrat á þennan stað og breytt henni jafnvel í einhver önnur úrræði,“ segir Þór.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira