„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 19:30 Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.” Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.”
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14