„Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. september 2018 19:30 Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.” Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Útgerðarmaður á smábát í Reykjavík segir að nú þegar þurfi að bregðast við til að koma í veg fyrir að veiðigjald geri útaf við minni útgerðir og stuðli að frekari samþjöppun í sjávarútvegi. Allir séu tilbúnir að greiða gjald fyrir aðgang að auðlindinni, en það þurfi að vera sanngjarnt. Sitt sýnist hverjum um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti í gær. Flestir virðast sammála um að það sé jákvætt skref að leitast við að einfalda stjórnsýslu og færa útreikning sem næst rauntíma. Aðrir lýsa vonbrigðum, ekki hvað síst eigendur lítilla og meðalstórra útgerða. Einn þeirra er Þorvaldur Gunnlaugsson sem hefur rekið eigin útgerð í 25 ár en hann gerir út á einn lítinn bát, Ásþór RE-395, og fiskar um 100 tonn á ári. „Mér finnst þetta ekki nógu gott, í fyrsta lagi eru þeir ekki að leiðrétta fyrir fiskveiðiárið 2017 og 2018 sem var allt of dýrt og allt of há veiðileyfisgjöld miðað við verð," segir Þorvaldur sem finnst að upphæð veiðigjalda ættu að vera í réttu hlutfalli við stærð útgerða. „Menn eiga að laga þetta núna, bara strax í dag,” bætir hann við. Það er ekki aðeins veiðigjaldið sem er íþyngjandi að sögn Þorvalds. “Olían hefur verið einn af dýrustu liðunum mínum og það var einn mánuður í sumar þá var ég með olíu upp á 360 þúsund og veiðileyfisgjöld upp á 330 þúsund. Þetta kemur orðið fast á eftir olíureikningnum,” segir Þorvaldur. Hann kveðst ekki bjartsýnn í garð íslenskra ráðamanna. „Ég held að maður sé alveg búinn með allar væntingar í kringum þennan sjávarútveg frá stjórnmálamönnum. Sjávarútvegur virðist vera notaður sem pólitískt bitbein og það kemur aldrei neitt sem menn segja almennilegt út finnst mér. Menn ætluðu að laga þetta í vor, það varð ekkert úr því og frestuðu fram á haustið og það er heldur ekki tekið á vandanum fyrir litlar og meðalstórar útgerðir ennþá,” segir Þorvaldur. „Þetta er bara ekkert rétt gjald. Það vilja allir borga veiðileyfisgjöld, þau verður bara að vera sanngjörn og réttlát.”
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00 Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sátt um gjöldin ekki í sjónmáli SFS gagnrýna veiðigjaldafrumvarpið. Sé ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að tryggja samkeppnishæfni. Hægt að draga frá fjárfestingarkostnað og lækka þannig veiðigjöld. 26. september 2018 09:00
Gjaldhlutfall óbreytt og veiðigjaldanefnd verður lögð niður Gjaldhlutfall veiðigjalds helst óbreytt og verður 33 prósent samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjöld. Aftur á móti verða færri tegundir gjaldskildar og hagnaður af vinnslu verður undanskilin gjaldi, ólíkt því sem nú er. Ráðherra hyggst mæla fyrir frumvarpinu á Alþingi í þessari viku. 25. september 2018 18:14