Viðvarandi vætutíð og áfram rigning í kortunum Viðvarandi vætutíð hefur verið sunnan- og vestanlands í sumar og er áfram rigning í kortunum næstu daga. Of snemmt er að spá í spilin um veðrið um verslunarmannahelgina að sögn veðurfræðings. 24.7.2024 12:30
„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23.7.2024 13:01
Þróunin sé merki um að afleiðingar Covid séu betur að koma í ljós Nauðsynleg úrræði og bráðaþjónustu skortir fyrir börn sem sýna af sér áhættuhegðun og eiga við fíknivanda að mati framkvæmdastjóra Barnaheilla. 22.7.2024 20:01
Hafa áhyggjur af auknu ofbeldi, áhættuhegðun og vopnaburði barna Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði umtalsvert fyrstu mánuði þessa árs samanborið við í fyrra. Neikvæð áhrif kórónuveirufaraldursins, aukin vanlíðan meðal barna og samfélagsmiðlar er meðal þess sem kann að skýra þróunina að sögn forstjóra forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Þróunin sé mikið áhyggjuefni sem tilefni sé til að rannsaka betur. 22.7.2024 13:45
Allir íbúar rúmast ekki lengur í einu og sama húsinu Íbúum á Hvanneyri fer sífellt fjölgandi, þökk sé brottfluttum Hvanneyringum sem snúa aftur heim og nemendum Landbúnaðarháskólans sem ákveða að setjast að í bænum. Mikil uppbygging er fyrirhuguð og heimamenn eru hreyknir af einum flottasta frisbígolfvelli landsins. 20.7.2024 20:39
Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði. 18.7.2024 19:19
Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. 18.7.2024 13:10
„Þetta eru í rauninni mjög sorglegar niðurstöður“ Blý og fjöldi annarra skaðlegra þungmálma finnast í túrtöppum samkvæmt nýrri rannsókn. Kallað er eftir frekari rannsóknum á áhrifum eiturefna á líkamann og neytendur eru hvattir til að vanda valið á tíðavörum. 17.7.2024 23:30
„Sérkennileg“ hækkun íbúðaverðs á tímum hárra vaxta Íbúðaverð hefur hækkað umfram verðbólgu á öllu landinu undanfarna mánuði. Þetta er sérkennileg þróun á tímum hárra vaxta að mati hagfræðings. 17.7.2024 19:16
Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni en í fyrra Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. 17.7.2024 10:31