Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. 26.10.2023 14:51
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26.10.2023 14:15
Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu. 26.10.2023 13:44
Nýtt félag um heilbrigðislausnir Origo stofnað Origo mun um mánaðamót stofna nýtt og sjálfstætt félag í kring um heilbrigðislausnir Origo, sem fær nafnið Helix. Markmið félagsins verður að flétta saman tækni, hugvit og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu. 26.10.2023 11:58
Marinó tekur við Mílu af Marion Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, hefur verið kjörinn stjórnarformaður Mílu. Hann tekur við hlutverkinu af Marion Calcine, sem sinnti hlutverkinu tímabundið en situr áfram í stjórn félagsins. 26.10.2023 09:10
Strokukóngur fær fjórtán ár fyrir strokutilraun Franskur maður sem fékk upphafleg dóm fyrir vopnað rán hefur verið dæmdur í annað sinn til fangelsisvistar fyrir að strjúka úr fangelsi. Fjórtán ár bætast nú við fangelsisvistina eftir að hann flúði fangelsi í París meðal annars með aðstoð þyrlu. 26.10.2023 08:55
Sólheimajökull skríður fram í fyrsta sinn í hálfan annan áratug Í fyrsta sinn í fjórtán ár hefur Sólheimajökull skriðið fram. Þetta kom í ljós þegar nemendur í sjöunda bekk í Hvolsskóla fóru í árlega mælingu á jöklinum síðastliðinn mánudag. 26.10.2023 08:32
Greip til aðgerða eftir að ábending barst um slæma aðstöðu hrossa Matvælastofnun segir ekki fyrirhugað að hross verði haldin á bæ á Vestfjörðum í vetur eftir að ábending um slæman aðbúnað barst stofnuninni. Eigandi hrossanna hafi brugðist við kröfum MAST um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða. 26.10.2023 08:13
Úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna andlátsins í Bátavogi Kona á 42. aldursári var í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konan var handtekin 23. september síðastliðinn í tengslum við andlát karlmanns á sextugsaldri í Bátavogi sama dag. 25.10.2023 15:32
Afkoma Hafnarfjarðarbæjar betri en var vænst Afkoma Hafnarfjarðarbæjar á fyrri helmingi þessa árs var 208 milljónum króna betri en áætlanir geðru ráð fyrir. Eiginfjárhlutfall bæjarins og fyrirtækja í eigu hans nam 32,2 prósentum í lok júnímánaðar. 25.10.2023 14:53