Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hádegisfréttir Bylgjunnar

BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga ganga innan skamms til fundar ríkissáttasemjara. Ef samningar nást ekki í dag skella allsherjarverkföll á á morgun Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig undir verkföll.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í Karphúsinu um klukkan sex í gærkvöldi án árangurs, þrátt fyrir sleitulausan fund í allan gærdag. Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf komi til allsherjarverkfalls sem hefur verið boðað eftir helgi.

Vill strangara eftir­lit með úkraínsku kjöti vegna sýkla­lyfja­ó­næmra baktería

Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti.

Glamúr á Cannes en jarð­bundnari týpur fyrir aftan bíó­tjaldið

Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. 

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við veitingamann í eyjunni, sem hefur áhyggjur af stöðunni. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dauðir lundar og ritur hafa fundist í hundraðatali í fjörum við Faxaflóa undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fuglafræðing, sem segir dauðann mikið áhyggjuefni.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Öllum starfsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs var sagt upp störfum í vikunni. Leggja á niður rannsóknarsetur stofnunarinnar. Forstöðumaður óttast að starfsemin verði skötulíki. Við ræðum við forstöðumanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Sjá meira