Aukin hætta á netárásum vegna leiðtogafundarins Gera má ráð fyrir aukinni hættu á netárásum hér á landi dagana fyrir og á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Forstjóri Syndis telur ljóst að óprúttnir aðilar muni reyna að nýta sér fundinn til að valda usla. 26.4.2023 18:27
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Sérsveitin fór í nærri tvöfalt fleiri útköll vegna vopnaburðar í fyrra en árið 2019. Verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir yngri kynslóðir virðast gera minni greinarmun á sínu stafræna sjálfi og hinu hefðbundna. Dreifing ofbeldismyndbanda sé liður í frekari niðurlægingu þolenda. 26.4.2023 18:16
Fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í dag Í dag fór fram fyrsta þjónustuheimsókn bandarísks kjarnorkukafbáts í íslenskri landhelgi. Landhelgisgæslan leiddi framkvæmdina í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið. Vel gekk að flytja kost um borð í bátinn. 26.4.2023 18:16
Rúnar settur forstöðumaður Minjastofnunar til eins árs Rúnar Leifsson, doktor í fornleifafræði, hefur verið settur tímabundið í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett hann í embættið til eins árs. 26.4.2023 18:05
Sýknaður af líkamsárás í jólahlaðborði með vinnunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af líkamsárás en hann var ákærður fyrir að hafa veist að öryggisverði á hóteli og kýlt hann í andlitið. Öryggisvörðurinn hlaut mar yfir kinnbeini og vægan heilahristing í kjölfarið. 26.4.2023 17:45
Barbie nú með Downs Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. 25.4.2023 16:06
Innleiða þurfi aftur aga til að bregðast við ofbeldisöldu og ópíóðafíkn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að innleiða þurfi aftur aga og skilning á því hvað má og má ekki til að bregðast við öldu ofbeldis, aukinni skipulagðri glæpastarfsemi og fíkniefnafaraldri. Gefa þurfi skólastjórendum og lögreglu tækifæri til að senda skýr skilaboð og fylgja þeim eftir. 25.4.2023 14:58
Súdanski herinn sagður hafa rofið vopnahlé Vígasveitir RSF segja súdanska stjórnarherinn hafa rofið vopnahlé sem samþykkt var seint í gærkvöldi. Skothvellir hafa heyrst í höfuðborginni Khartoum og í Omdurman í dag. Bresk stjórnvöld hafa biðlað til ríkisborgara sinna að halda þegar í stað á flugvöll norður af höfuðborginni þaðan sem þeim verður flogið beinustu leið til Kýpur og svo Bretlands. 25.4.2023 14:43
KAPP kaupir RAF Fyrirtækið KAPP ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu RAF ehf. Gengið var frá kaupunum á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á Spáni í dag. 25.4.2023 14:17
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25.4.2023 13:38