„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. 23.11.2022 20:18
Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt væri að stilla saman veruleika og væntingar. 23.11.2022 19:22
Neyslugleði almennings heldur uppi verðbólgunni að mati seðlabankastjóra Seðlabankastjóri segir neyslugleði Íslendinga eiga stóran þátt í að halda uppi verðbólgunni. Peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentur í morgun sem er tíunda vaxtahækkun bankans á einu og hálfu ári. 23.11.2022 11:51
Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu. 22.11.2022 20:01
Sanna Marin segir Úkraínu verða að sigra stríðið án þess að tapa landsvæðum Forsætisráðherra Finnlands segir skipta öllu máli að Vesturlönd hjálpi Úkraínu að vinna stríðið gegn Rússum og gefi þar ekkert eftir. Vinni Rússar stríðið væri það ávísun á enn frekari hernað þeirra gegn öðrum Evrópuríkjum. 22.11.2022 19:20
Unnið að viðbragðsáætlun til að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra staðfestir að unnið sé að því að tryggja fjarskiptaöryggi Íslendinga og segir málið hafa verið í forgangi hjá Þjóðaröryggisráði. 19.11.2022 14:00
Ekki á dagskrá ríkisstjórnar að einkavæða Keflavíkurflugvöll Rekstur flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og tengdrar starfsemi verður ekki boðin út til einkaaðila í tíð núverandi ríkisstjórnar að sögn forsætisráðherra. Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur hins vegar lagt til að reksturinn verði boðinn út til einkaaðila. 18.11.2022 19:41
Uppbygging hafin á fjölbreyttri byggð á Heklureit Tæplega tvö hundruð íbúðir verða í fyrstu tveimur húsunum af fimm sem fyrirhugað er að reisa á Heklureitnum og verða tilbúnar eftir um þrjú ár. Skipulagið tengist einnig borgarlínu og uppbyggingu Hlemmtorgs í næsta nágrenni. 18.11.2022 19:20
Hitaveitur landsins komnar að þolmörkum Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins. 17.11.2022 20:02
Tekist á um bælingarfrumvarp Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis. 17.11.2022 11:55