Búið að draga í Meistaradeild Evrópu: Man United mætir til Kaupmannahafnar Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu karla nú rétt í þessu. Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn eru með Bayern München, Manchester United og Galatasaray í A-riðli. 31.8.2023 16:55
Gylfi tjáir sig opinberlega í fyrsta sinn í tvö ár: „Strákarnir í liðinu hafa tekið mér vel og virðast vera frábærir“ Gylfi Þór Sigurðsson kveðst ánægður að vera genginn í raðir Lyngby. Þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Lyngby. Það er í fyrsta sinn sem hann tjáir sig opinberlega í tvö ár, eða frá því hann var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. 31.8.2023 14:37
„Alveg hægt að segja að þetta sé stærsti leikur í sögu félagsins“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, kveðst spenntur fyrir leiknum gegn Struga í umspili um sæti í Sambandsdeild Evrópu í dag. Blikar leiða 1-0 eftir fyrri leikinn í Norður-Makedóníu og ef þeir verja forskotið í dag verða þeir fyrsta íslenska liðið til að komast í riðlakeppni í Evrópukeppni. 31.8.2023 12:32
Sjáðu mörkin þegar KA-menn unnu í Krikanum KA á enn möguleika á að komast í efri hluta Bestu deildar karla þegar deildinni verður skipt upp í tvennt eftir 0-3 útisigur á FH í Kaplakrika í gær. Um var að ræða frestaðan leik úr 14. umferð. 31.8.2023 12:00
Allt sem þú þarft að vita um dráttinn í Meistaradeildinni Mikið verður um dýrðir í Mónakó síðdegis þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu. 31.8.2023 11:31
Nýjasti leikmaður Everton vann á KFC fyrir fjórum árum Margt hefur gerst í lífi fótboltamannsins Beto, sem Everton keypti frá Udinese í gær, undanfarin ár. 30.8.2023 16:00
Óskar eftir pössun fyrir krókódílinn sinn Það er alvanalegt að fótboltamenn fái einhvern til að passa börnin sín. Öllu sjaldgæfara er að þeir fái einhvern til að passa gæludýrin sín, hvað þá ef það er krókódíll. 30.8.2023 15:31
Útskýrir af hverju Birkir var ekki valinn í landsliðið Birkir Bjarnason var ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætir Lúxemborg og Bosníu í undankeppni EM 2024 í næsta mánuði. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide útskýrði fjarveru Birkis á blaðamannafundi í dag. 30.8.2023 15:00
Hareide um Albert: „Getum ekki verið með augun á leikmönnum allan sólarhringinn“ Åge Hareide segist hafa rætt við Albert Guðmundsson og hann muni fara eftir reglum KSÍ. 30.8.2023 11:40
Svona var fundur Hareides Vísir var með beina textalýsingu frá blaðamannafundi Åges Hareide þar sem hann fór yfir valið á landsliðshópi Íslands fyrir næstu leiki þess í undankeppni EM 2024. 30.8.2023 10:31