Hjalti Úrsus segir bótakröfuna nema tugum milljóna króna Sonur Hjalta, Árni Gils, lést í sumar aðeins 29 ára gamall. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í fangelsi og sat nærri 300 daga í einagrun, gæsluvarðhaldi og fangavist, þar til honum var sleppt eftir að í ljós komu gríðarlegar brotalamir í málinu. 14.11.2022 11:22
Málskostnaður og vextir sem falla á ríkið metið á um 70 milljónir króna Gestur Jónasson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fjárfestis, hefur ritað grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann segist vona að aldrei muni það gerast aftur að einstaklingur þurfi að standa í svo langvinnum málarekstri. Orð hans má túlka sem harða gagnrýni á ákæru- og dómsvaldið. 10.11.2022 14:58
Vísir á landsfundi: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund. 8.11.2022 07:01
Óli Palli poppar Skagann upp Skaga- og útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, hefur verið í önnum við að skipuleggja mikla tónlistarhátíð í sínum heimabæ. 4.11.2022 13:37
Einar Bárðarson fær ekki að fara á landsfund Einar Bárðarson athafnamaður er einn þeirra fjölmörgu sem vilja en fá ekki að sækja Landsfund Sjálfstæðismanna nú um helgina. Hann spyr hvort það geti verið vegna þess að búið sé að merkja sig sem stuðningsmann Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, frambjóðanda til formanns? 4.11.2022 12:47
Jón Gunnarsson segist ekki hafa haft í hótunum við Unni Berglindi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur birt pistil þar sem hann svarar ásökunum sem Unnur Berglind Friðriksdóttir setti fram í morgun. Hann vísar því alfarið á bug að hafa haft í hótunum við hana. 3.11.2022 15:16
Sjón dregur sig út úr glæpasagnahátíð vegna þátttöku Katrínar Rithöfundurinn Sjón hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann muni ekki taka þátt í bókmenntahátíðinni Iceland Noir 2022 vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í málefnum hælisleitenda. 3.11.2022 13:42
Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. 3.11.2022 13:17
Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. 3.11.2022 11:27
Mál vopnasalans sýni að lögreglu sé ekki treystandi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur fráleitt að veita lögreglu auknar forvirkar rannsóknarheimildir í ljósi máls vopnasalans, föður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. 3.11.2022 10:30