Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. 14.4.2025 13:51
Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Tveir rúmenskir karlmenn, sem voru í síðustu viku sakfelldir fyrir hylmingu í tengslum við eitt stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunnar, sögðu fyrir dómi að þeir hefðu verið þvingaðir til að fremja sín brot af manninum sem skipulagði þjófnaðinn. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi þó ekkert sanna þá frásögn mannanna og mat hana því ósannaða. 14.4.2025 11:42
Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök. 11.4.2025 11:27
Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Tilteknar miðaldabækur frá norðausturhluta Frakklands er lýst sem „dularfullum“ í umfjöllun New York Times vegna þess að fræðimenn áttu ansi erfitt með að segja til um hvers konar skinn var notað til að binda þær inn. Rannsókn hefur leitt í ljós að þær hafi líklega komið frá Skandinavíu, Skotlandi, Íslandi eða Grænlandi. 11.4.2025 08:37
Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi eða nótt tilkynnt um stolinn bíl. Lögreglan fór á vettvang og ræddi við eiganda bílsins, þann sem tilkynnti stuldinn, en þá kom í ljós að hann hafði gleymt því hvar hann hafði lagt bílnum. Hann var í raun rétt hjá. 11.4.2025 06:29
Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Péturs Jökuls Jónassonar fyrir aðild hans að stóra kókaínmálinu. Hann þarf að greiða á sjöttu milljón króna í málskostnað. 10.4.2025 15:26
Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku „Við höfum fengið alveg dásamlega fallegar móttökur hérna í Noregi. Ég held að Norðmenn líti á okkur sem sína nánustu frændþjóð og taka á móti okkur sem slíkri,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um ríkisheimsókn forsetahjónanna til Noregs. 10.4.2025 12:00
Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Á undanförnum árum hefur lögreglunni hér á landi borist upplýsingar um erlenda menn hér á landi með tengsl við hryðjuverkasamtök. Þá hefur það gerst að erlendir einstaklingar hér á landi hafi lýst sig fylgismenn hryðjuverkasamtaka íslamista. 10.4.2025 09:48
Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða nótt einstakling í heimahúsi sem er grunaður um líkamsárás. Einn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar vegna árásarinnar. 10.4.2025 06:57
Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Unnið er að fjölgun rýma á öryggisgeðdeild Landspítalans úr átta í sextán. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins, en þar segir að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hafi tekið skref í átt að úrbótum í þjónustu og úrræðum fyrir einstaklinga sem sæta þurfa sérstökum öryggisráðstöfunum. Nú sé unnið að framkvæmdum vegna þessarar fjölgunar rýma. 10.4.2025 06:43