Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Íslenskur ferðamaður í Indónesíu var farþegi í bíl sem lenti í bílslysi sem varð til þess að fimm ára gamall drengur lést. Greint er frá þessu í indónesískum fjölmiðlum. 18.5.2025 14:46
Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fyrirtæki hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra sinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafði farið fram á að fyrirtækið myndi greiða honum þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem samsvaraði 3,5 milljónum króna auk vaxta. Landsréttur féllst ekki á það. 18.5.2025 14:05
Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. 18.5.2025 13:12
Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá „Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru okkar. Slík uppgjöf fer gegn öllu því sem kristin trú stendur fyrir,“ segir í yfirlýsingu frá Biskupafundi. 18.5.2025 10:34
Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 18.5.2025 09:54
Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Seglskipi mexíkóska sjóhersins var siglt á hina sögufrægu Brooklyn-brú í New York í Bandaríkjunum seint í gærkvöldi. Tveir létust og nítján særðust í slysinu. Af þeim nítján eru tveir sagðir í lífshættu. 18.5.2025 08:07
Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um þrjá menn sem réðust að einum í Árbænum í fyrrakvöldi eða nótt. Þeir eru sagðir hafa beitt höggum og spörkum gegn fórnarlambi sínu sem var ungur maður. 18.5.2025 07:31
Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Slökkviliðið hefur náð stjórn á sinueldi við Apavatn í Grímsnesi. Eldurinn kviknaði inni í sumarhúsabyggð, var umfangsmikill að stærð og komst nálægt sumarhúsum á svæðinu. 17.5.2025 16:59
Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir Hryðjuverkamálið svokallaða. Sakborningar þess, Sindri Snær Birgisson, 27 ára, og Ísidór Nathansson, 26 ára, hafa verið sýknaðir af ákæru um tilraun til hryðjuverka, bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti. 17.5.2025 16:25
Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Fimmmeningar hafa verið ákærðir í stórfelldu fíkniefnamáli sem varðar ræktun og vörslu kannabisefna. 17.5.2025 16:06