Tedros endurkjörinn framkvæmdastjóri WHO Afgerandi meirihluti aðildarríkja Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) greiddu Tedros Ghebreyesus atkvæði sitt til nýs fimm ára skipunartímabils sem framkvæmdastjóri. Tedros hefur leitt stofnunin í gegnum umrót kórónuveirufaraldursins. 24.5.2022 15:15
Aftökur sjaldan færri en fjölgaði mikið milli ára Kippur var í fjölda aftaka í fyrra eftir að þeim fækkaði umtalsvert í kórónuveiruheimsfaraldrinum árið 2020. Mest fjölgaði þeim í Íran og Sádi-Arabíu. Þrátt fyrir það voru sögulega fáir teknir af lífi í fyrra. 24.5.2022 14:16
Ná ekki að breyta enskuskotnum umbúðum Nóa kropps Sælgætisframleiðandinn Nói Síríus nær ekki að breyta enskuskotnum umbúðum á sumarútgáfu af Nóa kroppi þar sem búið er að dreifa nánast öllu takmörkuðu upplagi þess í verslanir. Málfræðingur við Háskóla Íslands gerði athugasemd við að umbúðirnar væru að hluta á ensku. 24.5.2022 12:05
Hefur áhyggjur af því hvort ný farsóttanefnd verði á faglegum nótum Fráfarandi sóttvarnalæknir lýsir áhyggjum af því að fulltrúa í nýrri farsóttanefnd skorti sérþekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í umsögn um frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnalög spyr hann hvort ráðleggingar slíkrar nefndar verði faglegar þegar aðeins einn faglegur fulltrúi á sæti í henni. 24.5.2022 11:29
Kannaðist ekki við versnandi ástand konunnar sem hún féfletti Kona sem var sakfelld fyrir að féfletta tvær aldraðar systur með heilabilun hélt því fram að hún hefði ekki tekið eftir að andlegri heilsu annarrar þeirrar hefði hrakað fyrr en skömmu áður en yfirvöld hófu rannsókn á mögulegum auðgunarbrotum hennar. Fjöldi vísbendinga höfðu þó komið fram um að önnur systirin væri haldin elliglöpum. 24.5.2022 10:24
Biðlar til Framsóknar að hafa hugrekki Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sakar bandalag Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um útilokanir og þvinganir. Nú reyni á Framsóknarflokkinn og aðra flokka að hafa hugrekki til að svara kröfu kjósenda um breytt stjórnmál. 23.5.2022 15:56
Vonast enn til að Musk taki þátt í baráttunni gegn hungri Yfirmaður Matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna segist enn vonast til þess að milljarðamæringurinn Elon Musk leggi baráttunni gegn hungri í heiminum lið þrátt fyrir að þeir hafi engin samskipti haft frá samfélagsmiðladeilu þeirra fyrir ári. 23.5.2022 15:25
Telja bóluefni veita yngri börnum góða vernd Lyfjarisinn Pfizer fullyrðir að þrír skammtar af bóluefni hans gegn Covid-19 veiti börnum yngri en fimm ára öfluga vernd gegn einkennum veikinnar. Fyrirtækið sækist eftir bandarísk lyfjayfirvöld veiti leyfi fyrir notkun þess fyrir börn. 23.5.2022 14:19
Land hefur risið um allt að 45 millímetra í hrinunni Nýjar gervihnattamyndir sýna glöggt hvernig land hefur risið við Svartsengi á Reykjanesi í jarðskjálftahrinu sem hófst fyrr í þessum mánuði. Landrisið nemur um fjörutíu til fjörutíu og fimm millimetrum. 23.5.2022 14:00
Fyrrverandi skipstjóri á Herjólfi dæmdur í mánaðarfangelsi Héraðsdómur Suðurlands dæmdi fyrrverandi skipstjóra á Herjólfi í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að sigla Vestmannaeyjaferjunni ítrekað án þess að hafa gild atvinnuréttindi og skrá aðra skipstjóra í sinn stað án þeirra vitundar. 23.5.2022 11:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent