Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8.4.2022 15:04
Segist trúaður en að Zuism hafi skuldað þeim fé Einar Ágústsson sagði að uppsöfnuð skuld trúfélagsins Zuism við hann og bróður hans skýrði einhverjar þeirra millifærslna af reikningum félagsins til þeirra og félaga þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þeir Ágúst Arnar Ágústsson eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism. 25.2.2022 17:01
Gat litlu svarað um fjármál Zuism og ráðstöfun fjármuna Fátt var um svör og skýringar þegar Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, var spurður út í fjármál félagsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst og bróðir hans Einar eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 25.2.2022 13:24
Kröfu zúista um frávísun á fjársvikamáli hafnað Lögmenn tveggja bræðra sem eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism kröfðust þess í morgun að málinu gegn þeim yrði vísað frá vegna meints vanhæfis saksóknara. Dómari ákvað eftir að hafa velt málinu fyrir sér í um klukkustund að vísa kröfunni frá. 25.2.2022 10:29
Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. 17.12.2021 07:01
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30.11.2021 23:55
Reikna með óvenjuhlýjum vetri á norðurskautinu vegna áhrifa La niña Reiknilíkön benda til þess að óvenjuhlýr vetur verði nyrst og norðaustast á norðurskautinu og í Asíu vegna La niña-veðurfyrirbrigðisins í Kyrrahafi. Þó að La niña tengist yfirleitt tímabundinni lækkun meðalhita jarðar er reiknað með að hiti verði víða yfir meðaltali vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. 30.11.2021 23:20
Heimatilbúin sprengja fannst í Mánatúni Torkennilegur hlutur sem fannst í ruslagámi í Mánatúni í Reykjavík var heimatilbúin sprengja samkvæmt heimildum Vísis. Þrír voru handteknir í aðgerðum sérsveitar lögreglu þar í nótt. 30.11.2021 23:00
Eiginkona „þess stutta“ dæmd í þriggja ára fangelsi Emma Coronel Aispuro, eiginkona mexíkóska fíkniefnajöfursins Joaquín „þess stutta“ Guzmán var dæmd í þriggja ára fangelsi í Bandaríkjunum í dag. Hún játaði sig seka um að hafa aðstoðað Sinaloa-fíkniefnahringinn alræmda. 30.11.2021 20:23
Heimsóknum á Kvíabryggju aflýst vegna smitaðs gests Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát. 30.11.2021 18:37
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent