Vantraust á ráðherra fellt og sænska stjórnin situr áfram Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 11:29 Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, slapp naumlega við vantraust í sænska þinginu. Vísir/EPA Dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar stóð af sér vantrauststillögu í sænska þinginu í dag. Magdalena Anderson forsætisráðherra hafði hótað því að ríkisstjórnin segði af sér ef vantrausti yrði lýst á ráðherrann. Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september. Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september.
Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45