Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 12:30 Krossar með nöfnum barnanna og kennaranna sem voru myrtir í Uvalde í Texas 24. maí. AP/Jae C. Hong Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Viðbrögð lögreglunnar í Uvalde við skotárásinni í síðasta mánuði hafa sætt harðri gagnrýni og hafa bæði ríkis- og alríkisyfirvöld þau til rannsóknar. Lögreglumenn biðu frammi á gangi á meðan byssumaðurinn var læstur inni í skólastofu með nemendum í klukkustund áður en sérsveit landamæravarða fékk lykil frá húsverði og felldi morðingjann. Frá Columbine-harmleiknum fyrir meira en tuttugu árum hefur lögreglu verið ráðlagt að mæta byssumanni sem fyrst til þess að koma í veg fyrir að þeir drepi fleiri og til að hægt sé að koma særðum til aðstoðar. Í tilfinningaríku viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina úthúðaði Arnulfo Reyes, sem varð fyrir tveimur byssukúlum í árasinni, lögreglunni fyrir athafnaleysið. „Þið voruð í skotheldum vestum. Ég hafði ekkert. Ég hafði ekkert!“ sagði Reyes grátandi. Ekkert gæti afsakað viðbrögð lögreglunnar. Öll ellefu börnin sem voru í skólastofunni með Reyes létust. EXCLUSIVE: Arnulfo Reyes, teacher wounded in Uvalde shooting, to @arobach: I will not let these children and my coworkers die in vain. I will not. I will go to the end of the world to not let my students die in vain. https://t.co/QVFp3mciRo pic.twitter.com/ZkcioTBQ7W— ABC News (@ABC) June 7, 2022 Barn kallaði á lögreglu en var skotið Reyes lýsti því hvernig hann var einn með hluta bekkjarins eftir verðlaunahátíð fyrr um daginn. Skyndilega hófst skothríð og Reyes skipaði nemendunum að skríða undir borðin sín og látast sofa. Þegar hann smalaði börnunum þangað varð honum litið við og sá byssumanninn. Hann varð fyrir tveimur byssukúlum. Önnur þeirra hæfði handlegg hans og lunga en hin bakið. Þegar kennarinn féll í gólfið ákvað hann að þykjast líka vera sofandi. Bað hann bænir og vonaðist til þess að nemendurnir þegðu. Hann heyrði nemanda í annarri skólastofu kalla á lögreglumann. Byssumaðurinn hafi þá staðið upp og skotið aftur. Byssukúlum hafi svo rignt þegar landamæraverðir réðust loks inn í skólastofuna þar sem byssumaðurinn var. „Þeir eru raggeitur. Þeir sátu þarna og gerðu ekkert fyrir samfélagið okkar. Þeir tóku langan tíma í að ráðast inn. Ég mun aldrei fyrirgefa þeim,“ sagði Reyes. Komið hefur fram að á meðan lögreglumenn biðu fram á gangi hafi börn inni í skólastofunum reynt í örvæntingu hringt í neyðarlínu til að biðja um hjálp. Yfirmaður aðgerðarinnar á vettvangi hafi ekki vitað af þeim símtölum og talið að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Lögreglustjórinn hefur ekki tjáð sig um atburðina.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Leita svara um hæg viðbrögð lögreglunnar í Uvalde Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins er sögð geta varpað ljósi á hvers vegna lögreglumenn biðu í klukkustund áður en þeir létu til skarar skríða gegn byssumanni sem myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Byrjað var bera fyrstu fórnarlömbin til grafar í gær. 31. maí 2022 09:30