Vilja að ráðuneyti taki meðferð skóla á barni sem var lokað inni til skoðunar Kvörtun hefur borist mennta- og menningarmálaráðuneytisins frá foreldrum barns sem var lokað eitt inni í herbergi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrarnir hafa ekki sent barnið í skólann frá því í seinni hluta september. 15.10.2021 07:40
Demókratar í þröngri stöðu fá liðsauka frá repúblikönum Hópur repúblikana sem er andsnúinn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, ætlar að lýsa yfir stuðningi við nokkra sitjandi þingmenn demókrata sem sjá fram á erfiðan endurkjörsslag í þingkosningum á næsta ári. 14.10.2021 14:33
Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. 14.10.2021 13:59
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14.10.2021 11:48
Gosið á Reykjanesi með langvinnari en smærri gosum Eldgosið sem hófst í Geldingadölum á Reykjanesi í mars er það fjórða langvinnasta af þeim samfelldu gosum sem hafa orðið á 20. og 21. öldinni. Rúmmál gosefna í því er hins vegar í minnsta lagi. 14.10.2021 11:06
Vilja vindorkugarða við nær alla strandlengju Bandaríkjanna Ríkisstjórn Joes Biden vill láta reisa vindorkuver við nærri alla strandlengju Bandaríkjanna á næstu árum. Stefnt er að því að vindorkuframleiðendur geti byrjað að sækja um leyfi til að reisa vindtúrbínur fyrir utan ströndina fyrir árið 2025. 14.10.2021 10:39
Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14.10.2021 09:07
Á þriðja tug látinn í miklum eldsvoða í Taívan Að minnsta kosti tuttugu og fimm eru látnir eftir mikinn eldsvoða í þrettán hæða blokk í sunnanverðu Taívan í nótt. Yfirvöld búast við því að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar. 14.10.2021 08:13
Þingi slitið í Japan og kosið fyrir lok mánaðar Fumio Kishida, nýr forsætisráðherra Japans, leysti upp neðri deild japanska þingsins í dag en hann ætlar að boða til þingkosninga 31. október. Aðeins tíu dagar eru síðan þingið kaus Kishida sem forsætisráðherra en hann segist nú leita að umboði til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd. 14.10.2021 07:55
Skikkuð í sóttkví í Bretlandi þrátt fyrir að hún sé fullbólusett Ung íslensk kona er á meðal fjölda erlendra háskólanema á heimavist í Cambridge á Englandi sem hefur verið settur í sóttkví vegna smits sem kom upp þar. Hún þarf að vera tíu daga í sóttkví þrátt fyrir að hún sé bólusett og breskar reglur segi að bólusettir þurfi ekki að fara í sóttkví í tilvikum sem þessum. 14.10.2021 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent