Barbadoseyjar losna úr greipum Elísabetar drottningar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 13:54 Kona gengur undir spjaldi þar sem sjálfstæði Barbados er fagnað. Eyjarnar ætla að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja á 55 ára sjálfstæðisafmæli sínu. Vísir/Getty Nýtt lýðveldi verður til þegar Barbadoseyjar losa sig við Elísabetu Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn í næstu viku. Þar með lýkur nær endanlega fjögur hundrað ára löngum nýlendutengslum Barbados og Bretlands. Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur. Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Þrátt fyrir að Barbados hafi lýst yfir sjálfstæði fyrir 55 árum var breski einvaldurinn áfram þjóðhöfðingi eyjanna. Eyjan lenti fyrst undir yfirráðum Englendinga þegar enskir sjómenn lýstu þær eign Jakobs fyrsta Bretakonungs árið 1625. Lýst verður yfir lýðveldinu Barbados við hátíðlega athöfn í Bridgetown að kvöldi 29. nóvember. Karl Bretaprins ætlar að vera viðstaddur hana. Þetta verður í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár sem ríki ákveður að fjarlægja Bretadrottningu sem þjóðhöfðingja sinn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Talsmaður bresku krúnunnar segir ákvörðunina alfarið mál íbúa Barbadoseyja. Fimmtán önnur ríki hafa Elísabetu sem þjóðhöfðingja sinn, þar á meðal Ástralía og Kanada. Barbados verður áfram hluti af breska samveldinu sem 54 ríki í Afríku, Asíu, Ameríkunum, Evrópu og Kyrrahafi tilheyra. Lok nýlenduarðráns Spænskir þrælahaldarar hröktu frumbyggja á Barbados í burtu og voru eyjarnar mannlausar þegar Englendingar slógu eign sinni á þær. Þeir fylltu brátt eyjarnar af um 600.000 afrískum þrælum frá 1627 til 1833. Þeir voru látnir þræla á sykurreyrekrum og urðu enskum að féþúfu. Eyjarnar fengu fullveldi árið 1938 og réðu þá plantekrueigendur lögum og lofum en öðluðust ekki sjálfstæði fyrr en árið 1966. „Þetta eru endalok sögu nýlenduaðráns hugans og líkamans. Íbúar þessara eyja hafa barist, ekki aðeins fyrir frelsi og réttlæti, heldur til að losna undan oki heimsvalda- og nýlenduyfirráða,“ segir Hilary Beckles lávarður og prófessor í sögu Barbados. Rætt hefur verið um að fleiri fyrrverandi breska nýlendur gætu fetað í fótspor Barbados, þar á meðal Jamaíka og Sankti Vinsent og Grenadínur.
Barbados Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira