Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sóttu kalda og blauta göngu­menn á Fimm­vörðu­háls

Björgunarsveitarfólk af Suðurlandi fóru gangandi og á snjósleðum að sækja tvo göngumenn í vandræðum á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi. Mennirnir voru ekki slasaðir en voru orðnir blautir og kaldir og treystu sér ekki til að halda förinni áfram.

Í annarlegu ástandi að skjóta örvum í tré

Maður var kærður fyrir brot á vopnalögum eftir að lögreglumenn höfðu afskipti af honum þar sem hann var með boga og örvar á sér í póstnúmeri 110 í gær. Hann sagði lögreglu að hann hefði verið að æfa sig í að skjóta í tré.

Willum Þór efstur á lista Framsóknar í suðvestri

Aukakjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í dag og leiðir Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins listann. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, er í öðru sæti.

Óttast verstu hungursneyð í áratugi í Tigray-héraði

Yfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna varar við því að hungursneyð sé nú yfirvofandi í Tigray-héraði og norðanverðri Eþíópíu sem gæti orðið sú versta í áratugi. Hundruð þúsundir manna gætu látist verði ekkert að gert.

Komu sér saman um að skatt­leggja al­þjóða­fyrir­tæki

Fulltrúar sjö mestu iðnríkja heims skrifuðu undir samkomulag sem á að tryggja að stór alþjóðleg fyrirtæki geti ekki komið sér undan skattgreiðslum í dag. Samkomulagið kveður á um að þau þurfi að greiða að minnsta kosti 15% skatt í hverju ríki þar sem þau hafa starfsemi.

Pútín espir Banda­ríkja­menn upp fyrir leið­toga­fund með Biden

Vladímir Pútín, forseti Rússlands, er byrjaður að reyna að espa upp Bandaríkjamenn fyrir leiðtogafund hans og Joe Biden Bandaríkjaforseta í þessum mánuði. Lagði Pútín að jöfnu saksóknir á hendur stuðningsmanna Donalds Trump sem réðust á bandaríska þinghúsið í janúar og kúgun á stjórnarandstæðingum í Hvíta-Rússlandi.

Þrír smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Telja líkur á manns­látum vegna undir­mönnunar

Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Banna hvítrússneskar þotur í Evrópu

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna hvítrússneskum flugvélum að fljúga í lofthelgi aðildarríkja sinna og að lenda á evrópskum flugvöllum. Evrópsk flugfélög eru áfram hvött til þess að forðast í lengstu lög að fljúga í gegnum lofthelgi Hvíta-Rússlands.

Torfa­jökull gæti orðið næsti þekkti jökullinn sem hverfur

Um þriðjungur yfirborðstaps íslenskra jökla frá lokum 19. aldar hefur átt sér stað á þessari öld. Miðlungsstórri jöklar eins og Torfajökull hafa tapað allt að 80% flatarmáls síns og telur jarðfræðingur að hann gæti horfið strax á næstu tveimur áratugum.

Sjá meira