Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 19:23 Andrew Cuomo á í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og mistök sem leiddu til fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. AP/Richard Drew Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21