Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 19:23 Andrew Cuomo á í vök að verjast vegna ásakana um kynferðislega áreitni og mistök sem leiddu til fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. AP/Richard Drew Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna. Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar á vegum Letitiu James, dómsmálaráðherra New York, voru kynntar í dag, þar á meðal að Cuomo ríkisstjóri hafi áreitt fjölda kvenna og brotið þannig alríkislög og lög New York-ríkis. Hann liggur undir miklum þrýstingi um að segja af sér. Á blaðamannafundi eftir að niðurstöðurnar voru kynntar lét Cuomo engan bilbug á sér finna. „Ég vil að þið heyrið það beint frá mér að ég snerti aldrei neinn á óviðeigandi hátt eða hafði uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði. Ég er 63 ára gamall. Ég hef lifað öll mín fullorðinsár í sviðsljósinu. Þetta er ekki sá sem ég er og þetta er ekki sá sem ég hef verið nokkru sinni,“ fullyrti Cuomo. Cuomo er sakaður um að hafa þuklað á ellefu konum, kysst þær og faðmað gegn vilja þeirra auk þess að hafa uppi óviðeigandi ummæli. Skrifstofa ríkisstjórans hafi verið „eitraður vinnustaður“ þar sem áreitni var látin líðast. Reyndi Cuomo að vefengja hlutleysi lögfræðinganna sem rannsökuðu ásakanirnar á hendur honum fyrir dómsmálaráðherrann. Einn þeirra átti meðal annars þátt í rannsókn alríkissaksóknara á meintri spillingu Cuomo og bandamanna hans. Sú rannsókn leiddi meðal annars til þess að náinn vinur og ráðgjafi Cuomo var dæmdur í fangelsi, að sögn AP-fréttastofunnar. „Staðreyndirnar eru allt aðrar en þær sem hafa verið kynntar,“ sagði Cuomo sem afsakaði háttsemi sína með því að þannig sýndi hann öðrum alúð. Birti hann myndband þar sem hann sást faðma og kyssa karla og konur við ýmis tækifæri, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin MeToo Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37 Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. 25. mars 2021 09:37
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21