Aftur opið að gosstöðvunum Opnað hefur verið fyrir aðgang að gosstöðvunum á Reykjanesi í dag eftir að svæðinu var lokað í gær vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Gasmengun gæti borist yfir byggð á vestanverðu Suðurlandi í dag. 11.5.2021 10:04
Skilja að fjallgöngumenn á Everest vegna faraldursins Kínversk yfirvöld ætla að láta koma upp línu til að koma í veg fyrir að fjallgöngumenn sem ganga á Everest-fjall frá Tíbet annars vegar og Nepal hins vegar komist í snertingu hver við aðra. Kórónuveirusmit hafa komið upp á meðal göngumanna í grunnbúðum í Nepal að undanförnu. 9.5.2021 14:36
Khan náði endurkjöri í London Þrátt fyrir slakt gegni Verkamannaflokksins í sveitarstjórnarkosningunum á Bretlandi í gær náði Sadiq Khan endurkjöri sem borgarstjóri í London. Leiðtogi Verkamannaflokksins ætlar að hrista upp í forystusveit flokksins í ljósi úrslitanna annars staðar. 9.5.2021 14:02
Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar. 9.5.2021 12:54
Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. 9.5.2021 11:40
Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. 9.5.2021 10:25
Sprengisandur á Bylgjunni Umræðurþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá laust eftir klukkan tíu til hádegis. 9.5.2021 09:46
Gleðskapur á götum úti þegar takmörkunum var aflétt Múgur og margmenni þyrptist út á götur spænskra borgara eftir að sex mánaða löngu neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt þar á miðnætti. Veitingastaðir mega nú vera opnir lengur, ferðatakmörkunum á milli héraða hefur verið aflétt og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum. 9.5.2021 09:45
Fjallsárlón á meðal dýpstu stöðuvatna landsins Mælingar jarðvísindamanna á Fjallsárlóni á Breiðamerkursandi benda til þess að það sé um 130 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir líkur á því að jökullón sem stækka nú ört vegna hops jökla eigi eftir að verða enn dýpri þegar fram líða stundir. 9.5.2021 09:01
Losa skólp út í sjó við Elliðavog og Arnarvog Óhreinsuðu skólpi verður veitt út í Elliðavog og Arnarvog á meðan dælustöð Veitna við Gelgjutanga er óstarfhæf á morgun. Rafmagn verður tekið af skólpdælustöðinni vegna vinnu við rafdreifikerfi í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð. 9.5.2021 08:54