ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22.3.2021 16:10
Mikill eldsvoði í flóttamannabúðum róhingja Þúsundir róhingja eiga nú engan stað til að halla höfði sínu vegna mikil eldsvoða sem blossaði upp í flóttamannabúðum þeirraí sunnanverðu Bangladess í dag. Hundruð tjalda hafa orðið eldinum að bráð og er óttast að fólk hafi farist. 22.3.2021 14:45
Ikea sakað um að njósna um starfsfólk og viðskiptavini Réttarhöld yfir dótturfyrirtæki Ikea í Frakklandi og fyrrverandi stjórnendum þess hefjast í dag. Fyrirtækið og stjórnendurnir eru sakaðir um að hafa notað gagnagrunn lögreglu til þess að njósna um starfsfólk sitt og viðskiptavini um marga ára skeið. 22.3.2021 14:16
Ákæra tvo Bandaríkjamenn fyrir að hjálpa Ghosn að flýja Japönsk yfirvöld ákærðu bandaríska feðga fyrir að aðstoða Carlos Ghosn að flýja land í fyrra. Mennirnir gætu átt allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér. Ghosn beið réttarhalda ákærður fyrir fjárglæpi þegar hann flúði land til Líbanon. 22.3.2021 13:33
AstraZeneca kom vel út úr rannsókn í Bandaríkjunum Bóluefni AstraZeneca reyndist veita góð vörn gegn Covid-19 í viðamikilli rannsókn í Bandaríkjunum. Fyrirtækið segir að sérfræðingar þess hafi ekki merkt aukna hættu á blóðtappa sem leiddi til þess að nokkur Evrópuríki stöðvuðu notkun efnisins tímabundið. 22.3.2021 12:15
Forsetaframbjóðandi lést úr Covid rétt eftir kosningar Guy-Brice Parfait Kolelas, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar og forsetaframbjóðandi í Vestur-Kongó, lést af völdum Covid-19 aðeins nokkrum klukkustundum eftir að kjörstöðum var lokað í gær. Kolelas var einn af sex mótframbjóðendum Denis Sassou Nguesso, sitjandi forseta. 22.3.2021 11:34
Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum. 22.3.2021 10:54
Gefa seinni skammt af Pfizer-bóluefninu Seinni bólusetning með bóluefni Pfizer gegn kórónuveirunni fer fram í Laugardalshöll í dag og á morgun fyrir þá sem fengu fyrri skammtinn fyrir 4. mars. Boð hafa þegar verið send fólki með smáskilaboðum. 22.3.2021 09:09
Finna ekki dæmi um svindl á veitingastöðum þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar Eftirlit með veitingastöðum í Reykjavíkur hefur ekki leitt í ljós svindl með fisktegundir sem virtist koma fram í rannsókn sem var gerð árið 2016. Sú rannsókn benti til þess að á Íslandi væri eitt hæsta hlutfall rangra merkinga á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu. 22.3.2021 07:00
Finna örplast í snjó í Síberíu Rússneskir vísindamenn hafa fundið örplast í snjósýnum sem þeir tóku á tuttugu stöðum í Síberíu. Plastagnirnar virðist þannig berast með lofti frá mannabyggðum til afskekktustu óbyggða. 19.3.2021 15:06