Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ferjan losuð af strandstað og dregin í höfn

Farþegaferjan sem strandaði rétt utan við höfnina í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær var losuð og dregin í höfn í dag. Hún hélt för sinni áfram til Turku í Finnlandi þar sem hún fer í slipp til skoðunar og viðgerða.

Fimm greindust smitaðir og allir í sóttkví

Fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þeir voru allir í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Dvöldu í strandaðri ferju við Álandseyjar í nótt

Rúmlega þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn ferjunnar Viking Grace dvöldu um borð í ferjunni í nótt eftir að hún strandaði í illviðri við strendur Álandseyja í gær. Byrjað var að flytja farþegana frá borði í morgun.

Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala

Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl.

Annasöm nótt hjá lögreglu

Eldur í báti við Grandagarð í Reykjavík var á meðal fjölda verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt. Töluvert var um útköll vegna hávaða og ónæðis víðs vegar um borgina.

Sjónar­sviptir að fyrrum stærsta út­varps­sjón­auka heims

Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum.

Sjá meira