Trump gerði lítið úr æðstu heiðursorðu bandarískra hermanna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, lýsti heiðursorðu sem hann sæmdi fjárhagslegan bakhjarl sinn sem betri en æðstu heiðursorðu sem bandarískir hermenn geta hlotið. Hermenn fá orðuna fyrir að hætta lífi sínu við hetjudáðir í stríði. 16.8.2024 11:51
Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. 16.8.2024 10:52
Staðreyndum snúið á hvolf til að eigna ríkisstjórninni verðbólguna Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir að staðreyndum sé snúið á haus til þess að gera hana eina ábyrga fyrir verðbólgu. Ekki sé tilviljun að betur hafi gengið að kveða niður verðbólgudrauginn á Norðurlöndunum þar sem launahækkanir hafa verið mun hóflegri en á Íslandi. 16.8.2024 09:08
Víða bjart og fallegt sunnanlands í dag Létta á til sunnanlands með morgninum og víða er spáð björtu og fallegu veðri þar. Á norðanverðu landinu er spáð norðvestan- og norðangolu eða kalda og rigningu eða súld með köflum. Snjóað gæti í fjöll fyrir norðan á sunnudag. 16.8.2024 08:18
Ósátt við skógrækt í mólendi fyrir utan Húsavík Rásir sem voru herfaðar í mólendi fyrir utan Húsavík til að undirbúa kolefnisbindingarverkefni eru nú áberandi í landinu og sæta gagnrýni. Sérfræðingur í skógrækt segir jarðvinnsluna nauðsynlega og skila kolefnisbindingu til lengri tíma litið. 15.8.2024 15:31
Sagðir hafa lagt á ráðin um skemmdarverkin á Nord Stream í ölæði Hugmyndin um að vinna skemmdarverk á Nord Stream-gasleiðslunum er sögð hafa orðið til í ölæði hjá hópi úkraínskra herforingja og kaupsýslumanna. Herforingi hafi hunsað fyrirmæli Volodýmýrs Selenskíj forseta um að hætta við árásina. 15.8.2024 10:34
Úkraínumenn halda sókn sinni handan landamæranna áfram Ekkert lát er á sókn Úkraínumanna inn í rússnesk landamærahéruð. Þeir segjast hafa sótt lengra inn í Kúrsk og tekið á annað hundrað hermenn til fanga. Neyðarástandi var lýst yfir í nágrannahéraðinu Belgorod. 14.8.2024 15:37
Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. 14.8.2024 14:06
SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. 14.8.2024 10:29
Erlendir þrjótar reyna að brjótast inn til Harris og Trump Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði framboði Kamölu Harris viðvart um að erlendir aðilar sem sækjast eftir að hafa áhrif á forsetakosningarnar beini spjótum sínum að henni. Framboð Donalds Trump segist fórnarlamb íranskra tölvuþrjóta. 14.8.2024 08:53