Borgarstjóri New York lýsir yfir sakleysi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 18:50 Eric Adams, borgarstjóri New York, þegar hann yfirgaf alríkisdómshús á Manhattan í dag. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdóm á Manhattan í dag. Adams er meðal annars ákærður fyrir mútuþægni, fjársvik og að þiggja ólögleg kosningaframlög frá erlendum einstaklingum. Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Saksóknarar segja að borgarstjórinn gæti átt allt að tuttugu ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur í alvarlegust ákæruliðunum. „Ég er saklaus, herra dómari,“ sagði Adams þegar dómarinn spurði hann um afstöðu hans gagnvart sakarefninu. Adams er sakaður um að notfæra sér sambönd sín við einstaklinga sem tengjast tyrkneskum stjórnvöldum og þiggja ókeypis flugferðir, gistingu á íburðarmiklum hótelum og jafnvel framlög í kosningasjóði sína þegar hann bauð sig fram til forseta. Erlendir ríkisborgarar mega ekki styrkja frambjóðendur í bandarískum kosningum. Í staðinn er Adams sagður hafa gert tyrkneskum bakhjörlum sínum ýmsa greiða. Verjandi Adams sagði dómara að hann hygðist fara fram á að málinu gegn borgarstjóranum yrði vísað frá í næstu viku. Hann sagði að þær sporslur sem Adams hlaut hafi verið alvanalegar fyrir fólk í hans stöðu. Adams sjálfur hefur sagt að aðstoð sem hann veitti fólki hafi aðeins verið hluti af starfi hans sem borgarstjóra. Pólitísk framtíð Adams er óljós. Hann hefur þvertekið fyrir að segja af sér vegna sakamálsins og helstu leiðtogar Demókrataflokks hans í New York hafa enn sem komið er ekki kallað eftir því. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York og demókrati, hefur völd til þess að leysa Adams frá störfum, segist vera að meta stöðuna. Glundroði ríkir í stjórn Adams í New York en fjöldi embættismanna og náinna ráðgjafa hans sæta nú rannsókn fyrir aðrar sakir, þar á meðal lögreglustjórinn og tveir varaborgarstjórar.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent