Tugir látnir í fjórum ríkjum af völdum Helenar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2024 21:00 Björgunarlið á svifnökkva bjargar íbúum og gæludýrum í Crystal River í Flórída eftir fellibylinn Helen í dag. AP/Luis Santana/Tampa Bay Times Slóð eyðileggingar liggur nú í gegnum Flórída og öll suðaustanverð Bandaríkin eftir fellibylinn Helen. Að minnsta kosti fjörutíu eru látnir í fjórum ríkjum en björgunarlið reynir að bjarga fólki undan flóðum. Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Helen var fjögurra stigs fellibylur þegar hún gekk á land í Flórída í gærkvöldi og þannig einn sá öflugasti í sögu Bandaríkjanna. Vindhraði mældist þá yfir sextíu metrum á sekúndu. Ofsaverðrinu fylgdi lífshættulegt sjávarflóð í Karólínunum. Bylurinn þokaðist síðan norður yfir Georgíu og Karólínurnar tvær. Í dag hefur veðrið náð til Kentucky og Tennesse en úrhellisrigning sem fylgir því hefur valdið hamfaraflóðum í sunnanverðum Appalasíufjöllum. Helen er nú skilgreind sem hitabeltislægð. Íbúðarhús hafa splundrast í hamförunum og Fleiri en fjórar milljónir manna í Flórída, Georgíu og Karólínunum voru án rafmagns í morgun. Lögreglumenn í Cedar Key í Flórída kanna tjón eftir fellibylinn.AP/Gerald Herbert AP-fréttastofan segir að í það minnsta fjörutíu séu látnir. Aðrir fjölmiðlar segja að þeir látnu séu taldir í tugum. Mannskaði varð meðal annars í Flórída og Georgíu. Allir fimm sem fórust í einni sýslu í Flórída bjuggu í hverfum þar sem íbúum hafði verið sagt að flýja fellibylinn. Fólk sem hélt kyrru fyrir þurfti að leita upp á háaloft í húsum sínum til þess að komast undan flóðunum. Bob Gualtieri, lögreglustjóri í Pinellas-sýslu nærri St. Petersburg, segir að tala látinna þar gæti hækkað en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með leit vegna braks í flóðvatninu. Þá er talið að fleiri eigi eftir að finnast látnir í Georgíu og Karólínunum. Fleiri en fimmtíu manns urðu innlyksa á þaki sjúkrahúss í Unicoi-sýslu í Tennessee eftir að vatn flæddi þangað inn um miðjan dag í dag. Björgunarsveitarfólk á bátum vann að því að bjarga fólkinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í Georgíu segir Brian Kemp, ríkisstjóri, að tugir manna séu enn fastir inn á heimilum sínum. Lögreglumenn sem fóru hús í hús í Venice í Flórída aðstoða eldri konu og hund hennar úr húsi sem fór á flot í flóðunum.AP/lögreglan í Venice
Náttúruhamfarir Bandaríkin Tengdar fréttir Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47