fréttamaður

Kristján Már Unnarsson

Kristján Már er einn reynslumesti fréttamaður landsins og hefur verið á vettvangi í þrjátíu ár. Hann er einnig með þættina Um land allt og Landnemana á Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Nýjasta þota Airbus í krefjandi prófunum í hvassviðri í Keflavík

Flugvélaframleiðandinn Airbus nýtti sér hvassviðrið á Íslandi í dag til flugprófana á nýjustu farþegaþotu sinni með því að lenda henni margsinnis í stífum hliðarvindi. Þetta er samskonar þota og ráðamenn Icelandair veðja á sem sína framtíðarvél.

Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana

Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna.

Skoða hvernig vetni nýtist í orkuskiptum

Vetni gæti gegnt lykilhlutverki í orkuskiptum flutningabíla og skipa hérlendis, að því er fram kom á norrænni vetnisráðstefnu í Reykjavík. Vetnisvæðing kallar hins vegar á miklar fjárfestingar í innviðum.

Halda upp á afmæli fyrstu stóru flugvélar Íslendinga

Íslenskir flugáhugamenn undirbúa núna afmælisveislu fyrir flugvél. Ein ástsælasta flugvél landsins varð nefnilega áttræð í gær og verður tímamótunum fagnað í Flugsafni Íslands á Akureyri um næstu helgi.

Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís

Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum.

Vegagerðin sem umbreytir samgöngum á Vestfjörðum

Endurbætur þjóðveganna um Dynjandisheiði og Gufudalssveit eru taldar umbreyta samgöngumynstri innan Vestfjarða. Vegagerðin sér núna fram á að lokaáfangarnir klárist á næstu þremur til fjórum árum.

Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum

Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng.

Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu

Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað.

Sjá meira