Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu. 21.2.2023 12:36
„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. 20.2.2023 22:00
Skýrslan leiði til úrbóta í veitingu leyfa til fiskeldis Ítrekaðar frestanir á leyfisveitingum fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi valda því að örlög laxaseiða fyrir á þriðja hundrað milljóna króna eru í uppnámi hjá Arctic Fish. Talsmaður fyrirtækisins vonast til að viðkomandi stofnanir taki mið af ábendingum Ríkisendurskoðunar, fari að lögum og gefi út leyfin. 18.2.2023 22:44
Segir hrýfi aukast í borginni eftir því sem skógurinn vex Vaxandi trjágróður er farinn að hafa merkjanleg áhrif á veðurfar á Reykjavíkursvæðinu. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir að vegna skógarins í Heiðmörk sé iðulega meira skjól í úthverfum borgarinnar en annars væri. 18.2.2023 07:07
Segir að þetta hús lyfti upp norðanverðum Vestfjörðum Stærsta og afkastamesta laxvinnsla landsins rís núna í Bolungarvík á vegum Arctic Fish og á hún að taka til starfa í júní. Ráðamenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að bara á síðari helmingi þessa árs verði unninn þar lax fyrir yfir fimmtán milljarða króna. 16.2.2023 23:40
Bæjarstýran hlýtur að vera ánægð að fá hafnargjöldin Mikil umsvif hafa verið í Ísafjarðarhöfn og Dýrafirði undanfarnar vikur í kringum norskt fiskvinnsluskip, sem fengið var tímabundið til Vestfjarða til laxaslátrunar. Útflutningsverðmæti afurðanna úr þessu eina verkefni nemur þremur og hálfum til fjórum milljörðum króna. 15.2.2023 22:42
Vill að Grænlendingar flytji fiskinn út í gegnum Ísland Ísland gæti leikið lykilhlutverk í fiskútflutningi Grænlendinga í framtíðinni. Þetta segir Verner Hammeken, forstjóri Royal Arctic Line, skipafélags landsstjórnar Grænlands. 15.2.2023 13:44
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14.2.2023 21:03
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13.2.2023 22:11
Vestmannaeyjar héldu höfninni ólíkt blómlegasta bæ Tenerife Hálf öld er liðin þessa dagana frá því menn hófu hraunkælingu í Heimaeyjargosinu en hún er talin hafa stuðlað að því að Vestmannaeyjahöfn varð jafnvel betri á eftir. Íbúar eins blómlegasta bæjar Tenerife voru ekki jafn heppnir í eldgosi þremur öldum fyrr. Hraunið sem þar rann í höfnina kippti fótunum undan lífsafkomu bæjarbúa. 12.2.2023 22:11