Glæsileg 64 ára gömul rúta vekur mikla athygli Hún vekur mikla athygli gamla uppgerða rútan frá Króki í Ölfusi, Bens 1960 árgerð, sem fer nú um vegina eins og ný, rauð og hvít á litinn með bílnúmerið X – 44. 29.7.2024 20:04
Smíðaði stærstu skeifu heims úr 2.852 skeifum Stærsta skeifa heims vekur nú mikla athygli gesta í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal, en í skeifunni eru 2.852 notaðar skeifur, sem hafa verið undir hestum út um allt land í gegnum árin. 28.7.2024 20:04
Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. 27.7.2024 20:05
Bálhýsi á skógræktarsvæði á Borg í Grímsnesi Glæsilegt Bálhýsi er nú í byggingu við tjaldsvæðið á Borg í Grímsnesi en allt efni í hýsinu er af skógræktarsvæðinu á Snæfoksstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allir eru velkomnir að nýta sér bálhýsið. 27.7.2024 08:06
Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé. 25.7.2024 20:07
Um 100 manns frá Eþíópíu búa á Íslandi Íbúar frá Eþíópíu, sem búa hér á landi koma saman þessa dagana til að syngja, dansa og biðja, ásamt því að borða góðan mat saman með puttunum. Með því er verið að fagna Gabríel erkiengli en ein slík hátíð var haldin á Flúðum í gær. 24.7.2024 20:05
Skólabílstjóri og hestamálari úr Hvalfjarðarsveit Skólabílstjóri í Hvalfjarðarsveit hefur það sem tómstundagaman að mála myndir af íslenskum hestum og tekst það verk einstaklega vel. Bílstjórinn er ekki menntaður í málaralistinni, hæfileikarnir eru bara til staðar. 22.7.2024 20:05
Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfsdal Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar. 21.7.2024 20:03
Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. 21.7.2024 16:04
Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. 21.7.2024 14:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent