Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Við­ræður á við­kvæmu stigi og fjöl­miðla­fólki hent út

Kjaraviðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga eru á viðkvæmu stigi. Kennarar höfðu til klukkan 13 í dag til að taka afstöðu til innanhústillögu ríkissáttasemjara en sú afstaða liggur ekki enn fyrir. Fréttamönnum var vísað út úr Karphúsinu um tvöleytið.

Djúp lægð beinir ill­viðri til landsins

Vestan við landið fer djúp lægð hratt til norðurs og beinir illviðri til landsins í morgunsárið. Lægðin fjarlægist svo landið og dregur þá úr vindi og úrkomu með skúrum eða éljum. Í kvöld gengur svo kröpp lægð norður yfir landið og verður þá vindasamt.

Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ó­færir öku­menn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka.

Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu

Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað.

Ný mynd um Jackson í upp­námi vegna dómsáttar frá 1993

Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar.

Leður­blaka flögrar um Hlíðarnar

Lög­reglu barst tilkynning um leður­blöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut.

Sjá meira