Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum. 21.5.2019 19:00
Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19.5.2019 19:30
Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. 19.5.2019 12:55
Sýrlenskir flóttamenn á leið á Hvammstanga Fólkið lagði af stað frá Líbanon snemma í morgun en þar hefur það búið í flóttamannabúðum undanfarin fimm ár. 14.5.2019 21:18
Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum. 14.5.2019 19:00
Hefur beðið eftir sigri Liverpool síðan hann var níu ára Fult var út úr dyrum í sérstakri Liverpoolmessu í Seljakirkju í dag þar sem harðir stuðningsmenn liðsins báðu til æðri máttarvalda fyrir lokaumferð ensku úrvaldsdeildarinnar í fótbolta. 12.5.2019 20:00
Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“ Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins. 12.5.2019 19:00
Engin íþróttaiðkun fyrir hreyfihömluð börn Þá þarf að huga betur að aðgengismálum en dæmi eru um að þau komist ekki með í skólaferðir þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þörfum þeirra. 11.5.2019 21:00
Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar. 11.5.2019 19:00
Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. 11.5.2019 14:00
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent